Fara í efni

Gæðakerfi Ríkiskaupa hlýtur ISO 9001:2015 vottun

Á myndinni má sjá Halldór Ó. Sigurðsson forstjóra Ríkiskaupa og Laufeyju Hlín Björgvinsdóttur gæðast…
Á myndinni má sjá Halldór Ó. Sigurðsson forstjóra Ríkiskaupa og Laufeyju Hlín Björgvinsdóttur gæðastjóra Ríkiskaupa taka við vottunarskírteini frá Kjartani J. Kárasyni framkvæmdastjóra Vottunar hf.

Árið  2013 hófu starfsmenn Ríkiskaupa að endurskipuleggja vinnuferla og skjalamál stofnunarinnar.  Ætlunin var að hefja markvisst gæðastarf sem síðar yrði grundvöllur til formlegrar vottunar. Þetta krafðist mikillar vinnu af starfsmönnum við greiningu ferla og uppsetningu á ferlislíkani fyrir starfsemina. Þeim til aðstoðar og verkefnastjórnunar var ráðinn reyndur gæðastjóri í árslok 2014 sem stýrði uppsetningu Sarpsins, gæðahandbókar Ríkiskaupa, um leið og málaskráin WorkPoint var innleidd vorið 2015. Tekið var upp ábendingakerfi innanhúss og mörg umbótaverkefni sett af stað auk reglubundinna innri úttekta starfsmanna sem fengið höfðu viðeigandi þjálfun.

 

Frá árinu 2016 hafa starfsmenn Ríkiskaupa unnið í samræmi við gæðahandbókina og -staðal. Lokaúttekt á gæðakerfinu fór fram í árslok 2018 og í maí sl. fékk stofnunin staðfestingu á vottun gæðakerfisins.  Ríkiskaup fengu svo formlega afhent vottunarskírteini gæðakerfisins samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001 þann 21. ágúst sl. Gæðavottunin tekur til faglegra þátta starfseminnar á öllum sviðum og nær yfir alla þá þjónustu sem stofnun veitir. Vottunin og sú vinna sem henni tengist stuðlar að markvissari vinnuferlum og tryggir stöðugar umbætur sem leiðir af sér skilvirkari og betri þjónustu.