Fara í efni

Framlengingarheimild rammasamninga um rekstrarráðgjöf og umhverfis-, skipulags- og byggingamál ekki nýtt.

Í ljósi markaðsaðstæðna í kjölfar Covid 19 hafa Ríkiskaup í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið ákveðið að nýta ekki framlengingarheimild rammasamnings um rekstrarráðgjöf og rammasamnings um umhverfis-, skipulags- og byggingamál. Markaðsaðstæður kalla á gott aðgengi fyrirtækja að átaksverkefnum sem sett verða af stað. Samningarnir renna úr gildi 15. nóvember 2020 (rekstrarráðgjöfin) og 20. nóvember 2020 (umhverfis-, skipulags- og byggingamál).

Eftir að rammasamningur fellur úr gildi verða kaupendur að fara í útboð ef innkaup eru yfir viðmiðunarfjárhæðum um útboðsskyldu eða senda verðfyrirspurnir skv. 24. gr. OIL séu innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum. Við þetta opnast aðgengi og samkeppni á verkefnum opinberra aðila og meiri sveigjanleiki skapast gagnvart nýliðun og nýsköpun á markaðinum heldur en ef rammasamningur væri í gildi.

Ljóst er að það verður enginn rammasamningur í gildi fyrir þessa þjónustu um tíma eftir 15. og 20. nóvember næstkomandi.
Áhugasamir seljendur eru hvattir til að fylgjast með auglýsingum innkaupa á utbodsvefur.is