Fara í efni

21050 - ALÞINGI, nýbygging 2019, Jarðvinna - Val á tilboði

Tilboð í framkvæmdir við Alþingi – nýbygging 2019 - Jarðvinna, Útboð nr. 21050, voru opnuð þann 22.október s.l.
Fjögurtilboð bárust og sjást yfirfarnar niðurstöðutölur tilboðanna á yfirlitinu hér að neðan, ásamt kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins:

Kennitala Bjóðandi Heildarfjárhæð tilboðs
 580199-2169 Urð og Grjót ehf  50.975.000 kr.
430214-1520 Ístak hf  55.241.415 kr.
560192-2319 Eykt ehf  65.951.232 kr.
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf  77.143.846 kr.

Kostnaðaráætlun                                                     kr. 74.093.750       100,0%

Það tilkynnist hér með að ákveðið hefur verið að velja tilboð frá Urð og Grjót ehf. í ofangreindu útboði, enda tilboðið metið hagstæðast fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum útboðs- og samningsskilmála.

Óheimilt er skv. 1. mgr. 86.gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) að gera samning í kjölfar ákvörðunar um val tilboðs fyrr en að liðnum fimm daga biðtíma, vegna innkaupa yfir innlendum viðmiðunarfjárhæðum skv. 1. mgr. 23. gr., og að liðnum tíudaga biðtíma, vegna innkaupa yfir viðmiðunarfjárhæðum á EES skv. 4. mgr. 23. gr.  Biðtími hefst daginn eftir að tilkynning um val tilboðs skv. 1. og 2. mgr. 85. mgr. OIL telst birt. Biðtími hefst 4. desember 2019og honum lýkur 11. desember 2019.

Verði ákvörðun þessi ekki kærð og útboðið stöðvað er heimilt að ganga til samninga við Urð og grjót ehf.frá og með 12. desember 2019.

 Samkvæmt 4. mgr. 85. gr. OIL eiga bjóðendur rétt á að fá rökstuðning fyrir höfnun á tilboðum sínum. Beiðni um slíkan rökstuðning skal bera fram innan 14 daga frá því að bjóðanda var tilkynnt ákvörðun. Ríkiskaup munu svara beiðninni eigi síðar en 15 dögum eftir að hún berst, sbr. 5. mgr. 85. gr. OIL.

Tilkynningu um val tilboðs og rökstuðning skv. beiðni skal senda öllum fyrirtækjum sem ekki hefur verið hafnað eða vísað frá innkaupaferli með endanlegri ákvörðun. Ákvörðun um útilokun telst ekki endanleg fyrr en hún hefur verið tilkynnt bjóðanda og frestir til að bera hana undir kærunefnd útboðsmála eru runnir út eða hún hefur verið staðfest af nefndinni.

Í XI kafla laga um opinber innkaup, nr. 120/2016 er fjallað um kærunefnd útboðsmála. Þar kemur fram í 1. mgr. 106 gr.: Kæra skal borin skriflega undir kærunefnd útboðsmála innan 20 daga frá því kærandi vissi eða mátti vita um ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi sem hann telur brjóta gegn réttindum sínum. Kröfu um óvirkni samnings er þó heimilt að bera undir nefndina innan 30 daga frá framangreindu tímamarki. Þó verður krafa um óvirkni samnings ekki höfð uppi þegar sex mánuðir eru liðnir frá gerð hans. Nánari ákvæði um fresti eru í 106. gr. Fyrir hverja kæru skal kærandi greiða kærugjald að fjárhæð 150.000 kr.

Lög um opinber innkaup nr. 120/2016 eru birt í heild sinni á vefsíðu Alþingis

 Framkvæmdasýsla ríkisins og Ríkiskaup þakka fyrir þátttökuna.