Fara í efni

Umsókn til bílanefndar ríkisins vegna bifreiðakaupa

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur yfirumsjón með bifreiðaeign ríkisins og bifreiða­notkun þess.

Kaup eða rekstrarleiga á bifreiðum skal eiga sér stað að fengnu samþykki bílanefndar f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis.

Kaup og sala ríkisbifreiða skal fara fram á vegum Ríkiskaupa. Ríkiskaup skulu að öllu jöfnu kaupa bifreiðar og afla rekstrarleigubifreiða að undangengnu útboði.

Kennitala stofnunar/ríkisfyrirtækis

Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar frá desember 2019  gildir  sú meginregla að allar bifreiðar ríkisins verði vistvænar nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars.

Er óskað eftir rafmagns- eða vistvænni bifreið?

Ef svarið er nei, þarf að gera sérstaka grein fyrir því í næstu spurningu.
Hér þarf aðeins að skrifa stutta lýsingu, helstu ástæður fyrir bifreiðakaupum. Nákvæm lýsing á að koma fram í örútboðsfromi með tæknilýsingu.

Örútboðslýsing með tæknilýsingu á hlutverki og útbúnaði bifreiðar þarf að fylgja umsókn í viðhengi.

 Örútboðsform með tæknilýsingu má nálgast hér

Vinsamlega sækið skjalið, fyllið það út, vistið á tölvuna með nýju nafni og setjið með umsókninni sem viðhengi. 

Til að umsókn teljist gild þarf örútboðsform með tæknilýsingu að fylgja.

Endurnýjun eldri bifreiðar.  Verður að svara ef við á.

Endurnýjun á eldri rekstrarleigubifreið. Verður að svara ef við á.

Skilmálar 

Bifreiðar sem ríkið kaupir, rekur eða tekur á rekstrarleigu til að sinna vissum verkefnum stofnana ríkisins skulu  greinilega merktar viðkomandi ríkisstofnun eða sem ríkisbifreiðar og eru einkaafnot starfsmanna af þeim óheimil.

Að loknum starfsdegi skulu slíkar bifreiðar skildar eftir í vörslu stofnunar. Þó er forstöðu­manna stofnunar heimilt, að fengnu samþykki bílanefndar f.h. fjármála- og efnahags­ráðuneytis­ins að leyfa starfsmanni að hafa slíka bifreið í sinni vörslu utan vinnu­tíma þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi.

Bílanefnd, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar, er fjármála- og efnahagsráðuneytinu til aðstoðar um framkvæmd reglugerðar um bifreiðamál ríkisins. Nefndin skal hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar hjá einstökum stofnunum og úrskurða um greiðslu fyrir bifreiðaafnot svo og önnur atriði þegar ástæða er til og tilefni gefst, sbr. ákvæði reglugerðar þessarar.

Ágreiningi milli nefndarinnar og stofnunar eða ráðuneytis má skjóta til fjármála- og efna­hags­ráðuneytis til úrskurðar.

Undirritaður staðfestir að hafa fullt umboð til að senda inn umsókn um bifreiðakaup

Þegar umsókn hefur verið send fær tengiliður staðfestingarpóst  á netfangið sem gefið var upp. 
Ef staðfestingarpóstur berst ekki vinsamlega hafið samband við Ríkiskaup rikiskaup@rikiskaup.is eða í síma 5301400.