Fara í efni

Rammasamningar

RK 16.05 Úrgangsþjónusta

  • Gildir frá: 21.02.2022
  • Gildir til: 22.02.2025

Um samninginn

Nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu tók gildi 21.2.2022. Samningur gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. Samningurinn hefur verið framlengdur og gildir til 21.2.2025.

Samið hefur verið við Íslenska gámafélagið um endurvinnslu og sorphirðu fyrir A-hluta stofnanir og aðra rammasamningsaðila á stór-höfuðborgarsvæðinu um eftirfarandi þjónustu:

  • Sorphirðu
  • Endurvinnslu
  • Leigu á gámum/ílátum til flokkunar og söfnunar úrgangs
  • Móttöku spilliefna

Til stór-höfuðborgarsvæðis telst:

  • Reykjavík
  • Kópavogur
  • Seltjarnarnes
  • Garðabær
  • Hafnarfjörður
  • Mosfellsbær
  • Kjósarhreppur

Nánari sundurliðun verðs má finna á læstu svæði fyrir kaupendur undir flipanum „Skoða kjör".

Að gefnu tilefni er  ítrekað að eyðing skjala sem bundin eru trúnaði er ekki hluti af þessu útboði.
Kaupendur bera ábyrgð á öruggri eyðingu allra sinna trúnaðarskjala og skulu fylgja þeim lögum sem um það gilda hverju sinni.

Markmið rammasamnings fyrir kaupendur eru:

  • Að tryggja sem mesta hagkvæmni heildarinnar um kaup á endurvinnslu og sorpþjónustu.
  • Að auðvelda og efla skilvirka, aðgengilega flokkun úrgangs í samræmi við umhverfisstefnu og markmið kaupenda.
  • Að auðvelda hagkvæma úrgangsstjórnun sem byggir á bestu þekkingu og lýsandi tölulegum upplýsingum m.a. um magn og kostnað.
  • Að tryggja ábyrga meðferð úrgangs sem uppfyllir þarfir og óskir kaupenda ásamt því að vera í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Endurnýting og endurvinnsla skal ávallt vera fyrsta val bjóðanda sé þess kostur.

„Hugsum áður en við hendum" - bæklingur Íslenska gámafélagsins um úrgang og endurvinnslu

Verð og verðbreytingar

Heimilt er að óska eftir verðbreytingu árlega á samningstímanum og koma samþykktar verðbreytingar til framkvæmda í mars ár hvert.

Samkvæmt samkomulagi aðila tók verðskrá samningsins breytingum þann 1.3.2023 sem nam 8.7% hækkun vegna breytinga á launavísitölu. Hið breytta samningsverð myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar innan samningsins.

Verðbreyting verður hér eftir reiknuð út frá breytingu á samsettri vísitölu með jöfnum hlutföllum yfir tólf mánaða tímabil vegna síðastliðins árs:

Verði árleg heimild til verðbreytinga nýtt og hún samþykkt getur hún næst komið til framkvæmda frá og með 1.3.2024.

Aðeins er hægt að óska eftir verðbreytingum verði hækkun eða lækkun samsettrar vísitölu +/-5%. Hið breytta samningsverð myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar innan samningsins. Beiðni um verðbreytingu ásamt nýjum verðlista með vörunúmerum skal berast á tölvutæku formi. Í efnislínu tölvupósts skal taka fram númer samnings og að um sé að ræða beiðni um verðbreytingu. Koma skal fram gildandi viðmiðunargengi og hið nýja viðmiðunargengi sem forsendur breytinga miðast við. Beiðni seljanda skal senda á netfangið si@rikiskaup.is fyrir 25.mars  ár hvert.

Komi í ljós á samningstíma að seljandi hafi ekki veitt umsaminn afslátt eða verð til kaupanda mun seljandi verða krafinn um leiðréttingu allt aftur til upphafs samnings.

Komi til þess að Ríkiskaup óski eftir verðbreytingum, samanber ofangreint, verður hún send á tengilið bjóðanda.

    • Bjóðenda er ekki heimilt að breyta verði án skriflegs samþykkis Ríkiskaupa. Verðhækkanir/lækkanir taka einungis gildi eftir samþykki aðila samnings. Ríkiskaup áskilja sér rétt til 1 mánuðar til að vinna úr beiðni og samskiptum við viðskiptavini“

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Kaupendur eru hvattir til að kynna sér Græn skref Umhverfisstofnunar sjá: https://graenskref.is/ sem og Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins

Seljendur

Íslenska gámafélagið ehf
Koparslétta 22
Sími: 577 5757
Tengiliður samnings
Gísli B. Ívarsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.