Fara í efni

Rammasamningar

RK 14.26 Umhverfis- skipulags- og byggingamál

 • Gildir frá: 20.11.2018
 • Gildir til: 20.11.2020

Um samninginn

Dags. 09.06.2020:
Í ljósi markaðsaðstæðna í kjölfar Covid 19 hafa Ríkiskaup í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið ákveðið að framlengja ekki rammasamning um umhverfis-, skipulags- og byggingamál og rennur hann úr gildi 20. nóvember 2020. Eftir það verða kaupendur að fara í útboð vegna innkaupa yfir viðmiðunarfjárhæðum um útboðsskyldu eða senda verðfyrirspurnir skv. 24. gr. OIL.

Fyrirkomulag innkaupa í þessum flokki verður tekið til endurskoðunar og ljóst er að það verður einhver tími sem ekki verður almennur rammasamningur í gildi um þessa þjónustu.

Ath. þessi samningur er valkvæður að vissu marki. Kaupendur mega fara í sjálfstæð útboð kjósi þeir það. Í samningnum kemur fram að: „Kaupendur áskilja sér rétt, með heimild í 2. mgr. 40. gr. OIL, til að bjóða út með almennu útboði ráðgjafarverkefni yfir útboðsmörkum innanlands skv. 1. mgr. 23. gr. OIL.
Einnig er kaupendum heimilt skv. 2. mgr. 40. gr. OIL að undanskilja verkefni og kaupa þjónustu með öðrum lögmætum innkaupaaðferðum OIL:
a. þar sem þátttaka erlendra fyrirtækja gæti eflt samkeppni til hagsbóta fyrir verkefnið (crossborder interest).
b. þar sem lítil samkeppni er innan tiltekins flokks – t.d. færri en 5 fyrirtæki innan flokks sem eru sérhæfð í verkefnum samskonar og því sem bjóða á út.
Með sérhæfingu er átt við að fyrirtæki hafi unnið að a.m.k. 6 samskonar verkefnum og bjóða á út sl. 3 ár.”

Nýr samningur tók gildi 20.11.2018 og er gildistíminn eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár þrisvar sinnum.  

Samningurinn hefur verið framlengdur í fyrsta sinn  til dags. 20.11.2020.

Samið var að þessu sinni við 26 aðila og er samningnum er skipt upp í fimm yfirflokka sem taka til fjölmargra atriða.
Skoðið hvern yfirflokk hér að ofan með því að velja seljendur til að sjá hvað heyrir undir hvern flokk og ráðgjafa / þjónustuaðila í hverjum flokki.
 

Kaup í rammasamningi 

Við innkaup undir 100 tímum (klst) gildir sú verðskrá sem bjóðendur sendu inn við framlagningu tilboða sinna. Séu innkaup undir 100 klst. ber að kaupa eftir forgangslistum (sjá excelskjal). Einnig ber kaupendum að gæta að 24. gr. OIL, þ.e. gera verðsamanburð meðal þeirra aðila sem efnt geta samninginn og eru aðilar að rammasamningi þessum. Skilyrði örútboðs eiga ekki við um innkaup sem eru undir 100 klst. 

Við kaup á þjónustu vegna verkefnis sem áætlað er að taki meira en 100 klst. í tímavinnu, skal efna til örútboðs meðal samningsaðila og auglýsa örútboð innan tiltekins flokks rammasamnings. Sjá kafla nr. 6.2.1. um kaup innan samnings, kafla 6.2.2. um örútboð og kafla 6.2.3. um framkvæmd örútboðs og leyfilegar valforsendur í örútboðum. 

 1. Bein innkaup miðað við forgangslista upp að 100 klst.
 2. Örútboð - Skylda yfir 100 klst.
 3. Sameiginleg innkaup leyfileg.

Nánar um örútboð 

Ef skilmálar rammasamnings eru ákveðnir er heimilt að gera einstaka samninga við rammasamningshafa í samræmi við ákvæði rammasamnings. Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur:

a. Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.

b. Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.

c. Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.

d. Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu. Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.

Framkvæmd örútboðs og leyfilegar valforsendur

Ef einstök kaup fara yfir 100 tíma vinnu skal bjóða verkið út í örútboði. Forsendur sem bjóðendur geta sett fram í matslíkani örútboðs eru eftirfarandi:

 •  Verð (tímaverð, fast verð eða hámarksverð) (30-100%) 
 • Þjónustugeta (0-50%)
 • Afhendingartími (0-50%)
 • Sérþekking (0-50%)
 • Reynsla (0-50%)
 • Fyrri verkefni (0-50%)
 • Umsagnir um fyrri verk (0-50%)
 • Gæðavottun (0-50%)

Kaupendur geta því í örútboði lagt áherslu á eitt eða fleiri atriði. Byggt á þeim atriðum, kröfum eða forsendum skal bjóðandi bjóða heildarlausn sem uppfyllir kröfur kaupanda.

Lýsing á hæfisflokkum 

Flokkur A

Þekking: Lágmarksmenntun er MS/MA gráða eða sambærileg menntun (270 ECTS einingar). Hæfni í hæsta gæðaflokki og viðkomandi talinn sérfræðingur á sínu sviði. 

Reynsla: Reynsla sem nýtist í verkefninu og hefur unnið að mörgum sambærilegum verkefnum, sbr. ferilskrá. Stjórnunarhæfni: Hefur a.m.k 5 ára reynslu sem verkefnastjórnandi. 

Sjálfstæði: Mjög mikið

 Flokkur B 

Þekking: Lágmarksmenntun er BSc/BA gráða eða sambærileg menntun (180 ECTS einingar). 

Reynsla: Að minnsta kosti 3 ára reynsla vegna boðinna verkefna. Hann hefur tekið þátt í og lokið með fullnægjandi hætti verkefnum á því sviði sem boðin þjónusta tekur til. 

Stjórnunarhæfni: Starfsmaður getur borið ábyrgð á verkefnum í sínu sviði og verið í forystu í minni og millistórum hópum.

 Sjálfstæði: Getur vel unnið sjálfstætt.

 Flokkur C

 Þekking: Starfsmaður hefur að lágmarki BSc/BA gráðu eða sambærilega menntun (180 ECTS einingar) sem nýtist í þessu verkefni. Ræður við einföld verkefni.

 Reynsla: Starfsmaður hefur 1-3 ára reynslu sem nýtist í verkefninu og hefur unnið í einu eða fleirum álíka verkefnum og boðin eru.

 Stjórnunarhæfni: Starfsmaður þarf leiðbeiningar frá öðrum.

 Sjálfstæði: Getur unnið án aðstoðar einföld, vel afmörkuð verk.

Seljendur

Arkís arkitektar ehf
Kleppsvegi 152
Sími: 5112060
Tengiliður samnings
Þorvarður Lárus Björgvinsson
Arkþing ehf
Bolholti 8
Sími: 5705700
Tengiliður samnings
Hallur Kristmundsson
ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9
Sími: 5150300
Tengiliður samnings
Páll Gunnlaugsson
AVH ehf. Arkitektúr-Verkfr-Hönn
Mýrarvegi
Sími: 4604400
Tengiliður samnings
Anton Örn Brynjarsson
Circular Solutions ehf
Ljósakri 6
Sími: 8530088
Tengiliður samnings
Bjarni Herrera Þórisson
Efla hf
Lynghálsi 4
Sími: 4126000
Tengiliður samnings
Júlíus Karlsson
Gláma/Kím ehf
Laugavegi 164
Sími: 5308100
Tengiliður samnings
Jóhannes Þórðarson
GRÍMA ARKITEKTAR ehf
Hlíðarási 4
Sími: 5116777
Tengiliður samnings
Sigríður Ólafsdóttir
Hnit verkfræðistofa hf
Háaleitisbraut 58-60
Sími: 5700500
Tengiliður samnings
Kristinn Guðjónsson
Landslag ehf
Skólavörðustíg 11
Sími: 5355300
Tengiliður samnings
Finnur Kristinsson
Leirá ehf
Hamraborg 10
Sími: 898517
Tengiliður samnings
Emil Þór Guðmundsson
Lota ehf
Guðríðarstíg 2-4
Sími: 5605400
Tengiliður samnings
Ingunn Sigurðardóttir
Mannvit hf
Urðarhvarfi 6
Sími: 4223000
Tengiliður samnings
Tryggvi Jónsson
OMR verkfræðistofa ehf
Skólavegi 48
Sími: 8919771
Tengiliður samnings
Óli Þór Magnússon
Orbicon Arctic A/S, útibú Ísl
Ármúla 4-6
Tengiliður samnings
Raftákn ehf
Glerárgötu 34
Sími: 4646400
Tengiliður samnings
Árni V. Friðriksson
ReSource International ehf
Hlíðasmára 10
Sími: 5715864
Tengiliður samnings
Karl Eðvaldsson
TÓV verkfræðistofa ehf
Óðinsgötu 7
Sími: 5102211
Tengiliður samnings
Gústaf Vífilsson
Tækniþjónusta SÁ framkvæmdi ehf
Ægisvöllum 7
Sími: 4215105
Tengiliður samnings
Sigurður Ásgrímsson
Tækniþjónusta Vestfjarða ehf
Aðalstræti 26
Sími: 4563902
Tengiliður samnings
Sveinn D. K. Lyngmo
Varða- Verkþjónusta ehf
Gerðavöllum 5
Sími: 6977796
Tengiliður samnings
Ester Rós Jónsdóttir
Verkfræðistofa Þráinn/Bened ehf
Laugavegi 178
Sími: 5531770
Tengiliður samnings
Benedikt Skarphéðinsson
Verkís hf
Ofanleiti 2
Sími: 422800
Tengiliður samnings
Flosi Sigurðsson
Verksýn ehf
Síðumúla 1
Sími: 5176300
Tengiliður samnings
Andri Már Reynisson
VSB-verkfræðistofa ehf
Bæjarhrauni 20
Sími: 5858600
Tengiliður samnings
Stefán B. Veturliðason
VSÓ Ráðgjöf ehf
Borgartúni 20
Sími: 5859000
Tengiliður samnings
Runólf Þór Ástþórsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.