Fara í efni

Rammasamningar

RK 11.11 Raftæki

  • Gildir frá: 26.05.2023
  • Gildir til: 26.05.2024

Um samninginn

Nýr samningur um Raftæki

Tók gildi þann 26.05.2023 og gildir í eitt ár eða til 26.05.2024.
C-hluti samnings tók gildi 06.07.2023 og gildir í eitt ár eða til 06.07.2024
 

Bjóðendum var tilkynnt með tölvupósti þann 4.maí 2023 að ákveðið hefði verið að velja tilboð frá Advania, Atendi ehf, Elko, Exton ehf, Heimilistæki, Luxor Tækjaleiga og PFAFF og ennfremur að a.m.k.tíu dagar skuli líða frá því að ákvörðun um val tilboðs er tilkynnt þar til tilboð er endanlega samþykkt.

Samningur kom til framkvæmda 26.maí 2023. Samningar um hluta C kom til framkvæmda 07.júlí 2023

Markmið útboðsins var að tryggja áskrifendum rammasamnings fjölbreytt úrval og hagkvæm verð á raftækjum ásamt góðri þjónustu bjóðanda.

Kynningarfundur um samninginn

Hlekkur á upptökuna á YouTube

Helstu atriði samnings

Samningnum er skipt upp í 6 hluta:

Birgi A-hluti, Almenn heimilistæki C-hluti, Hljóð og mynd D1-hluti, Sviðsbúnaður hljóð D2-hluti, Sviðsbúnaður ljós D3-hluti, Sviðsbúnaður mynd D4-hluti, Sviðsbúnaður rekstur
Advania ekki í hluta Afsláttarkjör 28% ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta
Atendi ekki í hluta Afsláttarkjör 20% Afsláttarkjör 20% Afsláttarkjör 20% Afsláttarkjör 20% Afsláttarkjör 20%
ELKO Afsláttarkjör 10%  ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta
Exton ekki í hluta ekki í hluta Afsláttarkjör 20% Afsláttarkjör 20% Afsláttarkjör 20% Afsláttarkjör 20%
Heimilistæki Afsláttarkjör 10% ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta
Luxor tækjaleiga ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta Afsláttarkjör 15% Afsláttarkjör 15% Afsláttarkjör 15%
PFAFF ekki í hluta ekki í hluta Afsláttarkjör 20% ekki í hluta ekki í hluta ekki í hluta

Nánar um boðin tilboðsverð í vörukörfu undi Skoða kjör

 

Kaup innan samnings

a. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum, bæði í vörukörfum og % afslátt á vörum utan vörukörfu. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.

b. Í þeim tilvikum þar sem gerðar eru ríkari kröfur til til boðinnar vöru eða ef einstök kaup eru yfir viðmiðunarfjárhæð í hverjum hluta skal bjóða út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra samningsaðila sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

Viðmiðunarfjárhæð fyrir hluta A eru 3 milljónir
Viðmiðunarfjárhæð fyrir hluta C eru 3 milljónir
Viðmiðunarfjárhæð fyrir hluta D eru 6 milljónir

Svo fremi málefnalegar forsendur tengjast eðli samnings er heimilt í örútboði setja fram eftirfarandi valforsendur:

Verð 50-100%
Þjónusta, umfang, vottun 0-50%
Gæði, einsleitni umhverfis (viðbót við fyrirliggjandi vörulínur) o.fl. 0-30%
Skiptikostnaður milli tegunda sem fyrir er 0 -30%
Aukin umhverfisskilyrði 0-50%
Gæðavottanir vöru eða þjónustu 0-50%
Gæði (tæknilegir/vinnuhagræðilegir/hönnunarlegir eiginleikar) 0-50%
Útlit, s.s. litur, form osfrv. 0-30%
Afgreiðslu- og afhendingartími 0-50%

Hvað varðar ofangreindar valforsendur og vægi þeirra í væntanlegum örútboðum, þá verður kröfum sem skilgreindar verða á grundvelli ofangreindra valforsenda, sem og vægi þeirra, lýst ítarlega í örútboðsgögnum.

Bjóðendur athugið að kaupendum er heimilt að efna til örútboðs meðal seljenda innan rammasamningsins ef fyrirfram skilgreindar vörur í rammasamningi þessum uppfyllir ekki ítarlegar kröfur sem kaupendur gera til vöru til skyldra nota og þessi rammsamningur gerir ráð fyrir. Einnig er kaupendum heimilt að hafa auka- fylgivöru sem tengist hinu boðna sem hluta af örútboði á vörum og búnaði.

Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar vöru/þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til vöru/þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda til fullnustu vöru og þjónustu.

Nánar um örútboð

Afhending og afhendingarskilmálar

Kaupendur munu panta beint frá seljanda nema sérstaklega sé um annað samið.

Seljandi skal að lágmarki hafa/uppfylla eftirfarandi kröfur um þjónustu:

  • Seljandi skal tryggja að boðnar vörur í vörukörfu, innan hvers hluta/flokks, skulu vera til að staðaldri á lager eða fáanlegar innan almenns afhendingartíma
  • Seljandi skal geta tekið við pöntunum rafrænt allan sólarhringinn.
  • Seljandi skal tilgreina hver almennur afhendingartími sé á hans vörum. Afhending getur átt við beint til kaupanda eða á næsta pósthús/flutningsaðila. Nánar undir kjör samnings.
  • Seljandi skal tilgreina sendingarkostnað og upplýsa um sína flutningsskilmála til viðskiptavina. Nánar undir kjör samnings.
  • Seljandi skal hafa a.m.k. eina verslun/vöruafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu, sem er opin á dagvinnutíma.

Í þeim tilfellum sem tæki þarfnast uppsetningar skal semja um hana sérstaklega við kaupenda. Fara skal eftir eftirtöldum verkreglum við uppsetningu:

1. Fulltrúi birgja mætir með tækið á staðinn
2. Uppsetning skv. beiðni og í samvinnu við deildarstjóra
3. Fulltrúi birgja prófar virkni tækis og staðfestir til deildarstjóra
4. Fulltrúi kennir deildarstjóra á helstu stýringar tækis og/eða skilur eftir leiðbeiningar um notkun tækis
5. Fulltrúi fjarlægir allar umbúðir og þeim skal fargað á umhverfisvænan máta af seljanda. Engin ummerki um umbúðir skulu vera á afhendingarstað að afhendingu lokinni
6. Fulltrúi fjarlægir eldra tæki og tryggir förgun tækis t.d. með því að fara með tæki í vörumóttöku og tilkynna til efnamóttöku

Verð og verðbreytingar

Tilboð skulu innihalda allan kostnað og gjöld sem hljótast af vegna vörukaupa. Samningsfjárhæðir eru með virðisaukaskatti og skulu haldast óbreyttar í sex mánuðir frá gerð samnings.

Eftir sex mánuði er heimilt að óska eftir breytingum á verði af ófyrirséðum og málefnanlegum ástæðum s.s. við verulegt gengisfall og gengishækkun. Með verulegu gengisfalli eða gengisfalli er átt við bretingar sem nema +/-5% frá gengi á opnunardegi útboðs. Óskir um slíkar verðbreytingar skulu berast fyrir lok 10. dags hvers viðkomandi mánaðar. Breytta samningsverðið myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum. Beiðni um verðbreytingu ásamt nýjum verðlista skal berast á tölvutæku formi. Í efnislínu tölvupósts skal taka fram númer samnings og að um sé að ræða beiðni um verðbreytingu. Koma skal fram gildandi viðmiðunargengi og hið nýja viðmiðunargengi sem forsendur breytinga miðast við. Ríkiskaup tekur þá afstöðu til beiðninnar. Beiðni seljanda skal senda á netfangið utbod@rikiskaup.is

Komi til þess að Ríkiskaup óski eftir verðbreytingum, samanber ofangreint, verður hún send á tengilið bjóðanda.
Verði gerðar breytingar af opinberri hálfu á tollum eða öðrum gjaldaákvörðunum vöru eða þjónustu sem hafa áhrif á verð hennar, skal verð breytast á samsvarandi hátt skv. ósk samningsaðila.

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.
Komi í ljós á samningstíma að seljandi hafi ekki veitt umsaminn afslátt eða verð til kaupanda mun seljandi verða krafinn um leiðréttingu allt aftur til upphafs samnings.



Seljendur

Advania ehf.
Guðrúnartún 10
Sími: 4409000
Tengiliður samnings
Sigurgeir Þorbjarnarson
Atendi ehf
Lambahagavegi 13
Sími: 5121050
Tengiliður samnings
Kristján Magnússon
ELKO
Skarfagörðum 2
Sími: 5444000
Tengiliður samnings
Arnar Hólm Einarsson
Exton ehf.
Fiskislóð 10
Sími: 5754600
Tengiliður samnings
Sigurjón Sigurðsson
Heimilistæki ehf.
Suðurlandsbraut 26
Sími: 5691500
Tengiliður samnings
Jóhann Viðarsson
Luxor tækjaleiga
Vesturvör 32b
Sími: 5501400
Tengiliður samnings
Vignir Hreinsson
PFAFF
Grensársvegur 13
Sími: 4140400
Tengiliður samnings
Magnús Egilsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.