Fara í efni

Rammasamningar

RK 10.01 Plastvörur

  • Gildir frá: 01.06.2017
  • Gildir til: 30.11.2019

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 1. júní 2017 og gildir í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum í eitt ár. Búið er að framlengja samningi einu sinni um eitt ár árið 2018. Samningi hefur aftur verið framlengt, nú og gildir til 30.11.2019.

Samið var við Papco.

Óskað var eftir tilboðum í plastpoka af ýmsum stærðum og gerðum en einnig dúnu- og skóhlífar. Í plastpokum er meðal annars um að ræða glæra, svarta og gula plastpoka sem eiga að vera úr efnum sem menga lítið við eyðingu. Pokarnir þurfa að vera meðfærilegir, sterkir og í hentugum umbúðum. Gulu plastpokarnir þurfa að vera úr sérlega sterku efni svo að sem minnst hætta sé á að á þá komi göt.

Sú krafa var gerð í útboðinu að allar boðnar vörur skuli uppfylla tilskyldar reglugerðir og staðla sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu um viðkomandi vörur. 

Allir umhverfisvænir plastpokar s.s. maíspokar, uppfylla  kröfur IST EN 13432 staðalsins.
Staðallinn er til sölu á vef Staðlaráðs Íslands (Opnast í nýjum vafraglugga) 

Kaup innan rammasamnings

Kaupendur kaupa umsamda voru á föstum verðum skv. verðskra sem birt er á lokuðu vefsvæði hér fyrir neðan.

Seljandi skal afhenda pantaða vöru innan 48 klst. frá pöntun til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og til flutningsaðila fyrir pantanir utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt nánara samkomulagi við kaupanda án flutningsgjalds. Ef kaupandi þarf að skila vörunni skal hann geta það án þess að greiða af því nokkurn kostnað s.s. skilagjald.

Aðrir skilmálar sem rammasamningsútboðið tekur til

Verði gengisfall eða gengishækkun sem nemur +/- 3% getur seljandi farið fram á verðbreytingu. Verðbreytingar verða á þriggja mánaða fresti, 15. jan, 15. apríl, 15. júlí og 15. október. Breytta samningsverðið myndar nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum. Verði gerðar breytingar af opinberri hálfu á tollum eða öðrum gjaldaákvörðunum vöru eða þjónustu sem hafa áhrif á verð hennar skal verð breytast á samsvarandi hátt skv. ósk samningsaðila.

 Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Seljendur

Papco fyrirtækjaþjónusta ehf.
Stórhöfða 42
Sími: 5877788
Tengiliður samnings
Sveinn Þorsteinsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.