RK 02.03 Ljósritunarpappír
- Gildir frá: 08.09.2017
- Gildir til: 30.09.2020
Um samninginn
Rammasamningur um ljósritunarpappír tók gildi 8. september 2017 og gildir í eitt ár heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn. Búið er að framlengja samningnum öðru sinni til 30.9.2020.
Samið var við einn aðila, Kassagerð Reykjavíkur ehf, áður Odda prentun og umbúðir ehf. sem átti lægsta tilboð í ljósritunarpappír í framhaldi af útboði Ríkiskaupa nr. 20510.
Samningurinn tekur til kaupa á ljósritunarpappír í stærð A4, 80g, hvítur í meðal eða meiri gæðum samkvæmt kafla 3.1 í útboðslýsingu. Afhending er í brettum eða kössum. Samningurinn tekur einnig til kaupa á hvítum 80 gr. ljósritunarpappír í stærðum A3 og A5.
Kaup innan samnings
Kaup innan þessa samnings fara eingöngu fram með beinum kaupum af seljanda á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Sjá upplýsingar fyrir innskráða kaupendur á læstu svæði hér fyrir neðan.
Vistvæn innkaup
Ljósritunarpappír Kassagerðarinnar uppfyllir ströngustu umhverfis- og gæðakröfur og er framleiddur af samstarfsaðilum þeirra erlendis úr hráefni sem unnið er úr finnskum nytjaskógum. Pappírstrefjar er endurnýjanleg og náttúruleg auðlind og notar Kassagerðin í dag umtalsvert magn af endurunnum pappír í kjölfar mikilla fjárfestinga í nýjum tækjabúnaði.
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.