Fara í efni

Rammasamningar

RK 05.01 Bílaleigubílar

  • Gildir frá: 16.11.2016
  • Gildir til: 15.11.2020

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 16.11.2016 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. 
Búið er að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár og gildir hann nú til 15.11.2020.

Samningurinn nær til bílaleiguþjónustu, þ.m.t. langtímaleigu ásamt kaskótryggingum. Samið var um prósentuafslætti frá gildandi verðskrá seljenda á hverjum tíma. Undir leigu falla gjöld eins og sólarhringsgjald, kílómetragjald og daggjald með ótakmörkuðum akstri. Undir kaskótryggingu falla bæði CDW og SCDW. Tryggingar eru eftir sem áður valkvæðar fyrir kaupendur. Langtímaleiga miðast við leigutíma a.m.k. einn mánuð.

Bifreiðar eru flokkaðar í eftirfarandi fimm flokka:
1. Fólksbifreiðar, minnstu og litlar
2. Fólksbifreiðar, minnstu og stærri, 2x4 og 4x4
3. Fólksflutningabifreiðar fyrir 7-15 farþega, 2x4 og 4x4
4. Jeppar 4x4
5. Visthæfar bifreiðar

Samningshafar voru valdir á grundvelli valforsendna um hagkvæmni og raðað í í hagkvæmnisröð eftir niðurstöðum útboðsins. Ávallt skal velja fjárhagslega hagkvæmasta boðið.

Samningshafar Reiknuð stigSamtala 
tilboðsverða
Gjald vegna skila á
öðrum stað en leigustað
Fjöldi afgreiðslu-
staða 
ALP - Avis  92,00  Kr. 6.218,- m/vsk  Kr. 9.000,- m/vsk  9
Bílaleiga Flugleiða
Hertz
 87,47  Kr. 7.042,- m/vsk  Kr. 3,500,- m/vsk 15
Bílaleiga Akureyrar
Höldur
 76,46  Kr. 8.421,- m/vsk  Kr. 8.110,- m/vsk 21

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi  þessum njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Seljandi skal taka þátt í verðkönnunum á samningstíma sé þess óskað. Stefnt er að verðkönnun á sex mánaða fresti – fyrst í mars 2017. Niðurstöður verðkannanna verða kynntar formlega notendum rammasamnings og birtar opinberlega á hér á vef Ríkiskaupa. 

Kaup innan samnings

Kaup í rammasamningi fara fram með tvennum hætti:

A. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja fjárhagslega hagkvæmasta boðið.

B. Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn:

  • langtímaleigu, þ.e. ef leigja á bifreið til lengri tíma en í einn mánuð
  • leigu á fleiri en 3 bifreiðum í sömu bókun.

Samningar við seljendur og verðlistar þeirra eru aðgengilegir innskráðum notendum.

Vistvæn skilyrði útboðs

Ríkiskaup vinna eftir stefnu ríkisstjórnarinnar um (PDF skjal) vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur frá árinu 2013.
Markmiðið með stefnunni er að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við öll innkaup ríkisins, um leið og kostnaður og gæði eru metin. Þannig er dregið úr umhverfisáhrifum opinberrar starfsemi um leið og hvatt er til nýsköpunar og samkeppni á markaði um leiðir til að minnka álag á umhverfið.
Í samræmi við stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur er það yfirlýst markmið Ríkiskaupa að allir nýir rammasamningar ríkisins skuli uppfylla grunnviðmið í umhverfisskilyrðum í þeim vöruflokkum þar sem slík skilyrði hafa verið útbúin samkvæmt stefnu stjórnvalda um eflingu græns hagkerfis. 
Sjá nánar um vistvæn skilyrði á vef vistvænna innkaupa. (Opnast í nýjum vafraglugga)

Bjóðandi skal bjóða upp á bifreiðar sem uppfylla grunnviðmið visthæfra bifreiða og umhverfisstaðla sem taka til eðli útboðsins. 
Visthæf bifreið í samningi þessum er skv. eftirfarandi skilgreiningu:

  • Eldsneytiseyðsla í blandaðri keyrslu ekki meiri en: Bensín - 5,0 L/100 km, Dísel – 4,5 L/100 km
  • Útblástur CO2 að hámarki 100 g/km
  • EURO 6 í útblæstri eða sambærilegur staðall.
  • Bifreið skal útbúin viðeigandi upplýsingum/leiðbeiningum um vistakstur. 

Þarftu að taka bensín á eftir? Athugaðu verð dagsins

Seljendur

ALP hf. / Avis bílaleiga
Holtavegi 10
Sími: 5914000
Tengiliður samnings
Arnþór Jónsson
Bílaleiga Flugleiða ehf - Hertz
Flugvallarvegi 5
Sími: 5224400
Tengiliður samnings
Kristján Bergmann Sigurbjörnsson
Höldur ehf. / Bílaleiga Akureyrar.
Tryggvabraut 12
Sími: 4616000
Tengiliður samnings
Pálmi Viðar Snorrason

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.