Útgefið efni

Útgefið efni

Handbók um opinber innkaup

Handbók um opinber innkaup sem gefin er út af fjármálaráðuneytinu og Ríkiskaupum er nú aðgengileg á PDF formi á vef Ríkiskaupa. Handbókin var síðast endurskoðuð árið 2008 og er ætluð öllum þeim sem koma að opinberum innkaupum, jafnt kaupendum sem seljendum vöru og þjónustu.

Þetta er fjórða útgáfa handbókarinnar og var tilefni þessarar síðustu endurskoðunar breytingar á EES-reglum og ný lög um opinber innkaup nr. 84/2007 sem sett voru í kjölfar þeirra. Líkt og fyrri útgáfum er handbókinni ætlað að veita handhægt yfirlit og skýringar við lög um opinber innkaup og reglur sem þeim tengjast.

Efnistök bókarinnar eru að flestu leyti sambærileg fyrri útgáfum. Þó hefur verið leitast við að bæta
framsetningu og auka við ýmsar skýringar, meðal annars tilvísanir til framkvæmdar kærunefndar útboðsmála.


handbok