Fréttalisti

Fréttalisti

Loftfestur búnaður fyrir skurðstofur - (Ceiling Mounted Supply Beam Systems) fyrir Landspítala

3.5.2018

Á næstunni mun fara fram útboð á vegum Ríkiskaupa á loftfestum búnaði til að bera lækningatæki og fyrir tengingar (rafmagn, net, gas, loft) fyrir skurðstofur Landspítala.

Áður en til útboðs kemur mun bjóðendum gefast kostur á að kynna hvaða möguleika þeir geta boðið á slíkum loftfestum búnaði (s.s. súlum) frá framleiðendum fyrir kaupanda. Ætlunin er að koma fyrir lofthengdum búnaði á skurðstofum með tengingum (rafmagn, net, loft, gas) fyrir lækningatæki til að bæta flæði og öryggi.

Áhugasamir sendi inn ósk um þátttöku í kynningunni fyrir 19. maí 2018, á eftirfarandi tölvupóstfang kvald@landspitali.is, merkt „Loftfestur búnaður á skurðstofum fyrir Landspítala – ósk um kynningu“

Reikna má með því að hver þátttakandi fái 1 klst. til kynninga. Kynningar munu fara fram eftir hádegi dagana 11.-15. júní 2018.

Markmið fundarins er að fá upplýsingar um nýjungar sem í boði eru bæði með tilliti til klínískrar notkunar, gæða og hagræðingar. Leitað er eftir lausnum og tillögum framleiðanda varðandi nýja og bætta meðferðarmöguleika sem búnaður frá þeim gefur kost á.


Eldri fréttir