Fréttalisti

Fréttalisti

Ósk um kynningu vegna útboðs á þvagvörum og þvagleggjum fyrir Landspítala, heilbrigðisstofnanir og Sjúkratryggingar Íslands

21.3.2018

Á næstunni mun fara fram útboð á vegum Ríkiskaupa fyrir Landspítala, heilbrigðisstofnanir og  Sjúkratryggingar Íslands.

Áður en til útboðs kemur mun væntanlegum bjóðendum gefast kostur á að kynna hvaða möguleika þeir geta boðið frá framleiðendum á slíkum vörum fyrir kaupendur.

Áhugasamir sendi inn ósk um þátttöku í kynningunni fyrir 4.apríl 2018, á eftirfarandi tölvupóstfang verdfyrirspurnir@landspitali.is merkt: „Þvagvörur og þvagleggir fyrir Landspítala– ósk um kynningu“

Reikna má með að hver þátttakandi fái um 30 mínútur til kynninga. Kynningar munu fara fram í viku 15 í apríl 2018. Markmið fundarins er að fá upplýsingar um nýjungar sem í boði eru, bæði með tilliti til klínískrar notkunar, gæða og hagræðingar.


Eldri fréttir