Fréttalisti

Fréttalisti

Hjúkrunarkallkerfi fyrir Landspítala Háskólasjúkrahús

Landspítalinn hyggst kaupa og innleiða nýtt hjúkrunarkallkerfi.

19.10.2017

Landspítalinn hyggst kaupa og innleiða nýtt hjúkrunarkallkerfi. Framleiðendur, innflytjendur og / eða dreifingaraðilar hjúkrunarkallkerfa er boðið til viðræðna í samræmi við 45. gr. laga um opinber innkaup.

Kaupin eru ætluð á næstu fjórum árum (2018-2022) með möguleika á að kaupa hluta kerfisins árið 2017 fyrir pilot innleiðingu á tveimur deildum.

Áhugasamir sendi tölvupóst á  verdfyrirspurnir@landspitali.is fyrir 30. október sem merktur er:
"Hjúkrunarkerfi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi - Umsókn um kynningu".
Kynningarfundir eru áætlaðir í viku 44 - 46 árið 2017. 


Eldri fréttir