Fréttalisti

Fréttalisti
  • vegabref

Mikill áhugi á útboði íslenskra skilríkja

15.8.2017

Nýlega voru opnuð tilboð í útboði nr. 20144 sem Ríkiskaup sáu um fyrir hönd Þjóðskrár Íslands, um gerð íslenskra vegabréfa næstu átta árin.

Áhuginn fór fram úr björtustu vonum, alls bárust 12 tilboð frá jafnmörgum fyrirtækjum, sem  staðsett eru víða í Evrópu s.s.  Þýskalandi, Bretlandi, Ungverjalandi, Spáni og víðar auk eins tilboðs frá Ísrael. Fjölmargir bjóðendur voru viðstaddir opnun tilboða hjá Ríkiskaupum 10. ágúst sl.

Við fyrstu sýn lítur út fyrir að innsend tilboð séu á bilinu 30-60% af kostnaðaráætlun en fyrirliggjandi er töluverð vinna við úrvinnslu og mat tilboða og val hagstæðasta boðs.

Að sögn Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár Íslands er þessi mikla þátttaka og aukna samkeppni sem henni fylgir, staðfesting á gildi þess að íslenska ríkið bjóði út með reglulegum hætti stóra samninga sem þessa.

Áætlað er að fyrstu nýju vegbréfin verði gefin út í október á næsta ári.


Eldri fréttir