Fréttalisti

Fréttalisti

Rafræn útboðsgögn - Leiðbeiningar til bjóðenda

19.10.2010

Öll gögn í útboðum Ríkiskaupa eru afhent á rafrænan máta í gegnum vef Ríkiskaupa. Innskráningar er krafist til að hlaða niður útboðslýsingum en öll aukagögn, viðaukar ásamt fyrirspurnum og svörum eru birt á opnum vef.

Þegar þú hyggst sækja útboðsgögn á vef Ríkiskaupa þarftu að skoða viðkomandi útboð.
Því næst er farið í „Sækja útboðsgögn“

Sjá leiðbeingar á PDF formi.

Ef þú ert að sækja gögn í fyrsta skipti þarftu að nýskrá þig í kerfið:

Þá verður fyrst að samþykkja skilmálana með því að haka í reitinn og smella á "áfram"

Fylla þarf út reiti með nafni tengiliðs, nafni fyrirtækis, kennitölu fyrirtækis (án bandstriks), heimilisfangi og póstnúmeri, netfangi og að lokum skráir þú þitt eigið „Lykilorð“.

 Þegar það er klárt þarf að smella aftur á bláa hnappinn "sækja útboðsgögn" til þess að hlaða niður gögnunum.

Svo lengi sem þessi heimsókn varir, getur þú farið í öll aðalútboðsgögn án þess að skrá þig sérstaklega.

Passið vel upp á lykilorðið ykkar því þið notið aftur næst þegar þið skráið ykkur inn.

Í næstu heimsókn er nóg að skrá sig inn efst með skráðri kennitölu (án bandstriks) og lykilorðinu þínu.


Ef þú gleymir lykilorðinu geturðu sent okkur póst á rikiskaup@rikiskaup.is og við sendum þér lykilorð tilbaka.


Eldri fréttir