Fréttalisti

Fréttalisti

Jolakvedja-2015a

Jólakveðja frá Ríkiskaupum - 21.12.2015

Starfsfólk Ríkiskaupa óskar viðskiptavinum gleðilegrar jólahátíðar

og farsældar á komandi ári.

Þökkum ánægjulegt samstarf   á árinu sem er að líða.

Lesa meira
VG_og_RK_Undirritun

Ríkiskaup sinna innkaupaþjónustu fyrir Vegagerðina - 16.11.2015

Nýverið undirrituðu Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa samstarfssamning þess efnis, að Vegagerðin mun notfæra sér innkaupaþjónustu Ríkiskaupa til ársloka 2016. Samningurinn tekur til allra helstu þátta í innkaupum Vegagerðarinnar og skilgreinir verklag milli stofnananna

Lesa meira

Mútur í alþjóðlegum viðskiptum - Málstofa með Drago Kos - 16.10.2015

Málstofa um baráttuna gegn mútum í alþjóðlegum viðskiptum verður haldin þann 29. október n.k. Málstofan er á vegum innanríkisráðuneytisins og aðalgestur verður Drago Kos, formaður Vinnuhóps OECD.


Lesa meira
hands_in_air

Nýtt námskeið um opinber innkaup - 24.9.2015

Ríkiskaup kynna nýtt námskeið um opinber innkaup. Skráning hafin á námskeiðið þann 27.-28. október.

Lesa meira
innkaup_eru_fag

Framlenging rammasamninga - 21.9.2015

Rammasamningakerfi ríkisins er í stöðugri þróun og endurskoðun. Ákvörðun um framlengingu eða endurútboð á hverjum rammasamningsflokki fyrir sig liggur fyrir að undangengnu þriggja mánaða greiningarferli hjá Ríkiskaupum. Á þeim tíma er gerð ítarleg greining á því hvernig samningurinn er að virka til hagsbóta fyrir kaupendur og seljendur.

Lesa meira
NLSH_Undirritun

Nýr Landspítali semur við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna nýs Landspítala - 3.9.2015

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði í dag undir samning við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Samningurinn er milli Nýs Landspítala ohf. og Corpus hópsins, sem var lægstbjóðandi í verkið, í útboði sem fram fór síðastliðið sumar í samræmi við fjárlög ársins 2015 og lög um skipan opinberra framkvæmda.

Lesa meira
NLSH_Opnun_20150716

Fjögur tilboð í fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala - 17.7.2015

Fimmtudaginn 16. júlí var seinni opnun vegna fullnaðarhönnunar nýs meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala.

Meðferðarkjarninn, sem áætlaður er að verði 58.500 m2, verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut, verður stærsta af fjórum nýbyggingum við Landspítalann.

Lesa meira

Viðskiptavinir athugið. - 18.6.2015

Ríkiskaup verða lokuð frá kl. 12:00, föstudaginn 19. júní

Lesa meira
matvara1

Almenn matvara - Nýr rammasamningur - 9.6.2015

Nýr samningur tók gildi 1. júní 2015 og gildir í tvö ár.

Rammasamningur þessi tekur til kaupa á almennum matvælum öðrum en fiski og kjöti,

Lesa meira
Rikiskaup_2

Ert þú að nýta rammasamninga ríkisins til fulls? - 18.5.2015

Rammasamningar sem Ríkiskaup gera fyrir hönd opinberra stofnana og annarra sem gerst hafa aðilar að rammasamningakerfi ríkisins velta ríflega 10 milljörðum króna á ári. Ef þú heldur að þín stofnun gæti notið góðs af kynningu á rammasamningum og örútboðum, hafðu þá samband við Ríkiskaup og pantaðu kynningu í netfangi birna@rikiskaup.is

Lesa meira
utbodsvefur1

Nýr útboðsvefur - 15.5.2015

Nýr vefur um útboð á vegum hins opinbera ÚTBOÐSVEFUR.IS hefur verið opnaður en markmið hans er að auðvelda aðgengi áhugasamra að upplýsingum um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila, með því að birta á einum stað auglýsingar um opinber útboð.

Lesa meira
ORRI_Undirritun

Advania hlutskarpast í örútboði á hýsingu fyrir fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins - 5.5.2015

Fjársýsla ríkisins og Advania hafa undirritað samning um rekstur og hýsingu tölvukerfisins Orra í kjölfar örútboðs sem fram fór á vegum Ríkiskaupa á grundvelli rammasamnings.

Lesa meira

Ríkiskaup f.h. Þjóðskrár Íslands óska eftir tilboðum í 9 flettiskápa - 28.4.2015

Elstu skáparnir eru frá árinu 2000 en þeir yngstu frá árinu 2010.
Skáparnir hafa fengið mjög góða viðhaldsþjónustu af innflutningsaðila.

Lesa meira
utlendingastofnun

Útlendingastofnun óskar eftir húsnæði fyrir hælisleitendur - 20.4.2015

Húsnæði með 25-30 fullbúnum vistarverum fyrir hælisleitendur 

óskast til leigu fyrir Útlendingastofnun

Lesa meira
thjodminjasafn

Fullbúnar öryggisgeymslur óskast til leigu fyrir Þjóðminjasafn Íslands - 10.4.2015

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir fullbúnum öryggisgeymslum fyrir Varðveislu- og rannsóknarsetur þjóðminja.

Lesa meira
handshake

Hægt að spara verulega með sameiginlegum innkaupum - 20.3.2015

Hægt er að spara 2-4 milljarða króna á ári í innkaupum ríkisins með því að leggja áherslu á sameiginleg innkaup, örútboð og skuldbindandi viðskipti við færri birgja. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í fyrravor. Hópurinn hefur unnið greiningu á vöru- og þjónustuinnkaupum ríkisins, auk þess að skoða leiðir til að gera núverandi innkaupsaðferðir markvissari og árangursríkari.

Lesa meira
Flug

Vegna væntanlegs útboðs á millilandafargjöldum - 13.3.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt frétt á vef ráðuneytisins vegna umfjöllunar um kostnað við ferðir og farmiðakaup.

Lesa meira
Vestfirdir

Ljósleiðarahringtenging Vestfjarða - Beiðni um upplýsingar (RFI) - 20.2.2015

Vestfirðir eru tengdir landsneti fjarskipta með einfaldri ljósleiðaratengingu. Til að auka öryggi fjarskipta á Vestfjörðum er fyrirhugað að tvöfalda tenginguna með ljósleiðarastrengjum sem færu aðra leið en núverandi strengir þannig að til verði hringtenging.

Lesa meira
Snaefellsnes

Ljósleiðarahringtenging Snæfellsness - Beiðni um upplýsingar (RFI) - 20.2.2015

Snæfellsnes er tengt landsneti fjarskipta með einfaldri ljósleiðaratengingu. Til að auka öryggi fjarskipta á Snæfellsnesi er fyrirhugað að tvöfalda tenginguna með ljósleiðarastrengjum sem færu aðra leið en núverandi strengir þannig að til verði hringtenging.

Lesa meira