Fréttalisti

Fréttalisti

Jolakvedja-2013_minni

Gleðilega hátíð - 18.12.2013

Starfsfólk Ríkiskaupa óskar viðskiptavinum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.
Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Lesa meira
tulkar

Túlka- og þýðingaþjónusta - Nýr rammasamningur - 9.12.2013

Skilurðu ekki neitt í neinu? Þá er þetta samningurinn fyrir þig. Nýr rammasamningur um túlka- og þýðingaþjónustu tók gildi 3. desember 2013.

Lesa meira
rammfroskur_santa

Raftæki og húsgögn - Nýir rammasamningar - 6.12.2013

Þarf að flikka upp á kaffistofuna fyrir jólin? Tveir nýir rammasamningar tóku gildi 1. desember 2013. Það eru samningar um raftæki og um húsgögn

Lesa meira
Fjarskipti

Nýr síma- og fjarskiptasamningur - 13.11.2013

Nýr rammasamningur ríkisins um fjarskiptaþjónustu tók gildi 22. október 2013 og gildir í tvö ár. Um er að ræða margvíslega þjónustu er varðar flutning á tali og gögnum um símalínu eða þráðlaus samskipti. Ennfremur tekur samningurinn til flutnings sem veittur er yfir, eða á, Internetið hvort sem um er að ræða aðgang að Internetinu eða vistun vefja og tengda þjónustu.

Lesa meira
Energy

Raforkukaup ríkisins - Nýr rammasamningur tekur gildi - 4.11.2013

Nýr rammasamningur tók gildi 1. nóvember 2013 og gildir í tvö ár.  Tveir nýir aðilar, Fallorka og Orkubú Vestfjarða, hafa bæst í hóp þeirra þriggja sem fyrir voru, HS orku, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkusölunnar.

Lesa meira
Gaspumping

Eldsneyti og olía fyrir ökutæki og vélar - Nýr rammasamningur - 30.10.2013

Nýr rammasamningur tók gildi 25. október 2013 og gildir í tvö ár. Samið var við fjóra aðila um eldsneyti fyrir ökutæki og vélar þ.e. Atlantsolíu, N1, Olís og Skeljung. Einnig var samið um afsláttarkjör á smurolíu og rekstrarvöru við Automatic, N1, Olís og Skeljung. Boðinn er fastur afsláttur í krónum frá verði seljenda á hverjum tíma miðað við það verð sem er í gildi á hverri afgreiðslustöð fyrir sig.

Lesa meira

Sumarbústaðir til sölu - 23.10.2013

Ríkiskaup auglýsa til sölu tvo sumarbústaði, Gjábakkaland 1 og Gjábakkaland 5, til brottflutnings eða niðurrifs.

Lesa meira
handshake

Nýr rammasamningur um endurskoðun og reikningshald - 21.10.2013

Nýr rammasamningur um endurskoðun og reikningshald tók gildi þann 4. október sl.

Lesa meira

Ráðstefna Ríkiskaupa 7. nóvember 2013 - 15.10.2013

Ríkiskaup boða til ráðstefnu í Hörpu, fimmtudaginn 7. nóvember 2013. Skráning er hafin

Lesa meira

Samgöngustofa - Húsnæði óskast til leigu - 9.10.2013

Ríkiskaup f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins óska eftir að taka á leigu skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir Samgöngustofu. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 25 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Lesa meira

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir að kaupa eða taka á leigu húsnæði undir starfsemi Barnahúss - 9.9.2013

Ríkiskaup f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytisins óska eftir að kaupa eða taka á leigu rúmlega 400 m² sérbýlishús (einbýlis-, par- eða raðhús), eða sambærilegt húsnæði undir starfsemi Barnahúss.
Leitað er að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í rólegu og hlýlegu umhverfi.

Lesa meira
Rikiskaup_2

Ný úrræði vegna brota á lögum um opinber innkaup - 5.9.2013

Þann 1. september sl. tóku gildi breytingar á lögum um opinber innkaup sem mikilvægt er að allir forstöðumenn ríkisstofnana og -fyrirtækja og stjórnendur sveitarfélaga kynni sér. Lögfest hafa verið ný úrræði til handa fyrirtækjum sem telja innkaup opinberra aðila ekki vera í samræmi við lagabókstafinn.

Lesa meira

Niðurstaða forvals um hönnun bygginga Nýs Landspítala - 21.8.2013

Ríkiskaup hafa tilkynnt niðurstöðu forvals um hönnun bygginga Nýs Landspítala við Hringbraut. Forvalið var tvískipt, annars vegar var um að ræða forval fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss og hins vegar fyrir hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss.

Lesa meira

Fangelsi á Hólmsheiði – Hús og lóð - 19.8.2013

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. hönd innanríkisráðuneytisins, hefur auglýst eftir tilboðum í framkvæmdir við nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Útboðsnúmer er 15507.

Lesa meira
UT_Fjarskipti

Nýr rammasamningur um hýsingu og rekstrarþjónustu - 14.8.2013

Ríkiskaup hefur gert nýjan rammasamning nr. 15317 um hýsingu og rekstrarþjónustu.  Samningurinn tók gildi 19. júli 2013 og gildir í tvö ár.

Lesa meira
Leiti_Sudursveit

Jarðir til sölu - Hlíðarberg í Hornafirði og Leiti í Suðursveit - 7.8.2013

Ríkiskaup auglýsa til sölu tvær ríkisjarðir um þessar mundir. Annars vegar er um að ræða mjög fallegt bæjarstæði að Leiti í Suðursveit, Hornafirði, og hins vegar Hlíðarberg í Hornafirði, ca. 17 hektara jörð og útihús.

Lesa meira
FSu_Vinningstillagan

Niðurstöður úr samkeppni um stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautarskóla Suðurlands - 19.6.2013

Niðurstöður úr samkeppninni voru kynntar sl. föstudag, 14. júní. Sýning á öllum 25 tillögunum sem bárust verður í skólanum til 28. júní og er sýningin opin almenningi. Að því loknu verður hún einnig haldin í Reykjavík, tímasetning verður auglýst nánar síðar.

Lesa meira
rammafroskur_hlid2

Nýir rammasamningar - Skrifstofuvörur og ljósritunarpappír - Tölvu- og hugbúnaður - 3.6.2013

Nýlega tóku gildi nýir rammasamningar í tveimur stórum flokkum. Annars vegar um tölvu- og hugbúnað og hins vegar um skrifstofuvörur og ljósritunarpappír.

Lesa meira
Rammafroskur_Chef

Verðlækkanir í matvörusamningum - 3.5.2013

Þau tímamót urðu um mánaðamótin apríl - maí að tilkynningar bárust um verðlækkanir frá tveimur birgjum í rammasamningi RK 08.02 um matvöru.

Lesa meira
EndurvinnslaRK1606

Hvernig notum við rammasamninga? Um endurvinnslu og sorphirðu - 11.3.2013

Um áramótin tók gildi nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu s.s. sorphirðu og endurvinnslu. Þessi þjónusta var að þessu sinni boðin út með nýstárlegum hætti með ákvæðum um verðkannanir og örútboð. Ríkiskaup hafa nú uppfært upplýsingar á rammavefnum með leiðbeiningum fyrir kaupendur og seljendur um hvernig hægt sé að framkvæma verðkannanir og örútboð innan samnings.

Lesa meira
Rammavefur_minni_ny

Nýir rammasamningar 2013 - 10.1.2013

Um áramót eru oft miklar breytingar á rammasamningakerfinu. Samningar endurnýjast og nýir seljendur koma inn. Þá eru einnig breytingar á kaupendahópnum þar sem sveitarfélög þurfa að staðfesta aðild sína að rammasamningum árlega. Þá má ekki gleyma breytingum og sameiningum hjá stofnunum og ráðuneytum. Upplýsingar um nokkra nýja rammasamninga hafa verið uppfærðar á vefnum okkar.

Lesa meira

Tilboð opnuð í þyrluútboði fyrir Landhelgisgæsluna - 10.1.2013

Í dag voru opnuð hjá Ríkiskaupum, tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna.Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur þyrlum. Um er að ræða tilboð í leigu á Super Puma þyrlum, af gerðinni EC 225.

Lesa meira