Fréttalisti

Fréttalisti

Bílar

Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um Bílanefnd ríkisins - 13.11.2012

Ríkisendurskoðun telur að leggja eigi niður bílanefnd ríkisins, sem hefur eftirlit með bifreiða- og akstursmálum stofnana. Kaup stofnana á bifreiðum eigi að vera samkvæmt rammasamningum, líkt og önnur innkaup þeirra á vöru og þjónustu. Ríkiskaup gera slíka samninga í kjölfar útboða og er stofnunum skylt að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem eiga aðild að þeim.

Lesa meira
MSund

Hönnun viðbyggingar við Menntaskólinn við Sund. Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofan ehf. með verðlaunatillöguna. - 26.10.2012

Tilkynnt hefur verið um úrslit í verðlaunasamkeppni um hönnun viðbyggingar við Menntaskólann við Sund í Reykjavík.

Lesa meira
Dagskra_Uppsett_Skrifstofan-og-skolinn

Skrifstofan og skólinn - 18.9.2012

Ríkiskaup kynna fyrsta fræðsluviðburð vetrarins sem fram fer á Hótel Sögu, þriðjudaginn 25. september nk.. Meðal efnis er kynning á nýjum rammasamningi um prentlausnir, ný UT útboð framundan og spennandi þróunarverkefni um verðkannanir í rammasamningum.

Lesa meira
Rammafroskur_karfa

Nýir rammasamningar taka gildi - 6.9.2012

Kynnið ykkur nýja rammasamninga um leigubílaakstur, bílaleigu, prentlausnir ásamt rammasamningi um kjöt og fisk.

Lesa meira
Ríkiskaup_andyri

Ríkiskaup munu fara fram á ógildingu á úrskurði kærunefndar vegna útboðs á flugsætum erlendis - 3.9.2012

Í framhaldi af úrskurði kærunefndar útboðsmála dags. 8. ágúst 2012 í máli nr. 12/2012 Iceland Express gegn Ríkiskaupum, „Flugsæti til og frá Íslandi“ hafa Ríkiskaup ákveðið að una ekki úrskurði nefndarinnar. Ríkiskaup nýta þar með heimild skv. lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup til að höfða mál til ógildingar hans fyrir dómstólum

Lesa meira
jess_konan

Framlengdir rammasamningar - 4.7.2012

Allir sem hafa tekið þátt í útboðum vita að það er vandaverk að útbúa tilboð og ætíð þess virði að gefa sér góðan tíma til þess. Þess vegna hafa Ríkiskaup nú framlengt nokkra rammasamninga til áramóta til þess að gefa bjóðendum betra tækifæri til að gera sín tilboð og forðast að sú vinna lendi á aðal sumarleyfistímanum.

Lesa meira
RK_Skilti

Nýir rammasamningar um borðbúnað og um gistingu og veitingar - 26.6.2012

Ríkiskaup kynna tvo nýja rammasamninga. Nú þegar sumarið er komið og sólin skín er ekki úr vegi að fara að huga að því sem þarf að endurnýja í eldhúsinu, svona áður en allir koma tilbaka úr sumarfríum. Svo geta þreyttir og svangir ferðalangar glaðst yfir nýjum samningum um gistingu og veitingar innanlands.

Lesa meira
Fyrstuverdlaun_StofnunVigdisarFinnbogad

Úrslit í hönnunarsamkeppni fyrir nýtt húsnæði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur - 22.5.2012

Úrslit í hönnunarsamkeppni fyrir nýtt húsnæði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum liggur fyrir. Alls bárust 43 tillögur frá níu þjóðlöndum. Fyrstu verðlaun hlutu arkitektur.is og eru höfundar tillögunnar Gunnlaugur Magnússon, Haraldur Örn Jónsson, Hjalti Parelius, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson.

Lesa meira

Nýr samningur um afsláttarkjör af flugsætum innanlands með Flugfélagi Íslands - 14.5.2012

Allar opinberar stofnanir munu njóta að lágmarki 20% afsláttar af fullum verðum sé greitt með Flugkorti Flugfélags Íslands. Stofnanir sem eiga veruleg viðskipti við Flugfélag Íslands munu enn fremur, í samræmi við veltu, njóta betri kjara skv. ákveðnum skilmálum.

Lesa meira
Visvaen_Vinnustofa_110402012

Innkaup og umhverfið - 13.4.2012

Vistvæn innkaup fara eftir eðli og umfangi hverrar stofnunar fyrir sig og því hafa fjármála- og umhverfisráðuneytin farið þá leið við innleiðingu vistvænna innkaupa að halda vinnustofur um leiðir og þau verkfæri sem stofnunum standa til boða s.s. innkaupagreiningu, rammasamninga og grænt bókhald.

Innkaup snúast um val, val á vöru og þjónustu, val á birgjum og þjónustuaðilum og val um aukin eða minnkuð útgjöld. Það er því markmið vinnustofanna að starfsfólk stofnanna átti sig á mikilvægi þess að velja og afleiðingum þessa vals. Áhersla er lögð á létt og skemmtilegt yfirbragð á vinnustofunum og hvatt til þess að samskipti séu gagnkvæm þannig að við lærum sem mest hvert af öðru.

Lesa meira
Rammafroskur_World

Tillaga um grænt hagkerfi samþykkt - 21.3.2012

Í tillögunni eru lagðar til 48 leiðir til þess að efla græna hagkerfið hér á landi. Þar á meðal er tillaga þess efnis að allir nýir rammasamningar ríkisins um innkaup, uppfylli viðmið í umhverfisskilyrðum í þeim vöruflokkum þar sem slík skilyrði hafa verið útbúin.

Lesa meira
Vinnufatnadur

Nýr rammasamningur um starfsmannafatnað - 5.3.2012

Nýr rammasamningur um starfsmannafatnað tók gildi 28. febrúar 2012.  Í þessum samningi er margvíslegur starfsmannafatnaður s.s. kulda- og regnfatnaður, prjón- og flísfatnaður, ófóðraður vinnufatnaður og öryggisfatnaður, húfur og vettlingar og skófatnaður auk matreiðslufatnaðar og fínni fatnaðar s.s. skyrtur jakkar, buxur, bindi ofl.
Undir þennan samning fellur einnig einkennisfatnaður af ýmsu tagi auk þess sem samið var um tímagjald vegna viðgerða og sérmerkinga.

Lesa meira
VINN_logo

Vistvæn innkaup eiga sér samastað á netinu - 23.2.2012

Nýr og endurbættur vefur vistvænna innkaupa  www.vinn.is  hefur verið opnaður en á honum má finna upplýsingar og hagnýt ráð um það hvernig standa má að vistvænum innkaupum á sem hagkvæmastan hátt. Markmiðið með sérstöku vefsvæði með upplýsingum um vistvæn innkaup er að efla vitund og þekkingu fyrirtækja og almennings á þeim áhrifum sem kaupákvarðanir hafa á umhverfið sem er mikilvægur liður í því að vistvæn innkaup nái tryggri og varanlegri fótfestu í samfélaginu.
Lesa meira
thyrla-gaeslan

Nýjar leitar- og björgunarþyrlur fyrir Landhelgisgæslu Íslands - 16.2.2012

Ríkiskaup f.h. innanríkisráðuneytisins hafa í samvinnu við norsk yfirvöld tilkynnt niðurstöðu forvals vegna fyrirhugaðra kaupa Landhelgisgæslu Íslands á nýrri leitar- og björgunarþyrlu. Eftirtalin fyrirtæki hafa verið valin og metin hæf sem bjóðendur í lokuðu innkaupaferli: Agusta Westland Ltd., Eurocopter SAS og Sikorsky International Operations Inc.. Fyrirhugað er að kaupa eina  sérstaklega útbúna þyrlu til leitar- og björgunarstarfa fyrir Landhelgisgæsluna, til afhendingar á árinu 2018, með möguleika á að bæta síðar við öðrum tveimur þyrlum.

Lesa meira
demo2

Kynningarauglýsing 2012 - 6.2.2012

Ríkiskaup kynna fyrirhuguð útboð rammasamninga á vegum Ríkiskaupa á árinu 2012. Tilgangurinn er meðal annars að kynna áhugasömum birgjum og kaupendum þessi áform með góðum fyrirvara. Samningarnir eru almennt við helstu seljendur á viðkomandi markaði en allir áhugasamir birgjar eru hvattir til að kynna sér samningana og útboðin.

Lesa meira
Vefuttekt2011

Úttekt á opinberum vefjum 2011 - Vefur Ríkiskaupa í 10. sæti - 19.1.2012

Niðurstöður úttektar á opinberum vefjum voru kynntar á Grand hóteli 18. janúar undir yfirskriftinni: Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011? Jafnframt var í fyrsta sinn veitt viðurkenning fyrir bestu vefina. Það er ánægjuefni að vefur Ríkiskaupa var í 10. sæti af vefjum ríkisstofnana með 82 stig af 100 mögulegum.

Lesa meira
Innanríkisráðuneytið_logo-jpg

Hönnunarsamkeppni um byggingu fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík - 9.1.2012

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Innanríkisráðuneytisins býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Um er að ræða nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir  afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga á Hólmsheiði í Reykjavík. Fangelsisbyggingin verður með 56 fangarýmum og  u.þ.b. 3.700 m² að stærð. Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.

Lesa meira
Rikiskaup_logo

17 sóttu um starf forstjóra Ríkiskaupa - 4.1.2012

Skv. upplýsingum frá fjármálaráðuneyti sóttu 17 manns um starf forstjóra Ríkiskaupa, fjórtán karlar og þrjár konur. Fjármálaráðherra hefur skipað Halldór Ó. Sigurðsson til að gegna embætti forstjóra Ríkiskaupa til fimm ára frá 1. janúar 2012. Halldór var áður deildarstjóri innkaupadeildar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi.

Listi með nöfnum umsækjenda í stafrófsröð er birtur á vef Ríkiskaupa.

Lesa meira