Fréttalisti

Fréttalisti

Halldor_O_Sigurdsson

Nýr forstjóri Ríkiskaupa - 30.12.2011

Fjármálaráðherra hefur skipað Halldór Ó. Sigurðsson til að gegna embætti forstjóra Ríkiskaupa til fimm ára frá 1. janúar 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Lesa meira
Vigdis_medium

Hönnunarsamkeppni um byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur - 22.12.2011

Framkvæmdasýsla ríkisins fyrir hönd Háskóla Íslands býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Lesa meira
Jolakvedja2011_A5

Gleðileg jól - 21.12.2011

Starfsfólk Ríkiskaupa óskar viðskiptavinum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Lesa meira
RK_Harpan

Innkaupadagur 2011 - 22.11.2011

Erindi fyrirlesara eru komin á vefinn !!       Ríkiskaup bjóða viðskiptavinum sínum í Hörpuna, þriðjudaginn 29. nóvember nk. á Innkaupadaginn 2011. Það er mjög margt spennandi að gerast í umhverfi opinberra innkaupa og á ráðstefnunni munum við ræða margvísleg áhrif þeirra á umhverfið og viðskiptalífið. Yfirskrift ráðstefnunnar er SAMVINNA - SÉRSTAÐA - FRAMTÍÐARSÝN og í boði eru fjölmörg áhugaverð erindi sem endurspegla þetta. Ráðstefnan hefst kl. 9.00 með skráningu og morgunverði og lýkur kl. 16.00. Vinsamlegast skráið þátttöku í netfang skraning@rikiskaup.is fyrir mánudaginn 28. nóvember nk.

Lesa meira
Nyskopunarverdlaun2011

Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri 2011 afhent - 3.11.2011

Í ágúst síðastliðnum sendu fjármálaráðuneytið og Félag forstöðumanna erindi til forstöðumanna þar sem óskað var eftir að þeir tilnefndu verkefni til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri. verðlaunin að þessu sinni hlaut lögreglustjórinn á Hvolsvelli vegna verkefnisins: Skipulag rýminga vegna jökulhlaupa sem fylgja eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli. Samstarf íbúa og almannavarnayfirvalda. Auk þessa verkefnis hlutu þrjú önnur verkefni sérstaka viðurkenningu.

Lesa meira
Energy

Rammasamningur um raforkukaup ríkisins - 27.10.2011

Rammasamningur um kaup ríkisins á raforku hefur verið framlengdur til eins árs og gildir því til 31.10.2012.
Samningurinn nær til kaupa ráðuneyta, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja á raforku, dreifingu og flutningi.

Opinberir kaupendur innan þessa samnings þurfa ekki að ganga frá eða skrifa undir frekari samning til að njóta samningskjara. Það er á ábyrgð viðkomandi þjónustuaðila að kaupendur njóti þeirra kjara og þjónustu sem samningurinn kveður á um.Kaupendur þurfa hins vegar að tilkynna vilja sinn eða ákvörðun um kaup og flutning með sín viðskipti í samningi til núverandi þjónustuaðila.  Vinsamlegast athugið að slíkur flutningur þarf að tilkynnast með eins til þriggja mánaða fyrirvara skv. reglugerð um raforkuviðskipti 1050/2004.

Lesa meira
internet

Ráðgjöf og þjónusta í upplýsingatækni - 27.10.2011

Ríkiskaup kynna nýjan rammasamning ríkisins um ráðgjöf og þjónustu í upplýsingatækni.
Samningurinn tók gildi 18. október sl. og gildir í tvö ár. Samið var við 25 aðila um 13 þjónustuflokka. Allar nánari upplýsingar um flokkana og skiptingu seljenda í þá auk upplýsinga um kjörin í samningi eru að finna á rammavefnum.
Um leið og við bjóðum gamla sem nýja þjónustuaðila velkomna í rammasamning ríkisins hvetjum við kaupendur til að kynna sér innihald samnings og þá ráðgjöf og þjónustu sem þjónustuaðilar eru að bjóða upp á.

Lesa meira
Ríkiskaup-Andyri1

Ríkisendurskoðun fjallar um notkun stofnana á rammasamningum ríkisins - 11.10.2011

Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að bæta skráningu innkaupa í bókhaldi ríkisins þannig að auðveldara verði að meta árangur af rammasamningum sem ríkið hefur gert um kaup á vörum og þjónustu. Mikilvægt er að fjármálaráðuneytið sjái til þess að skráning innkaupa í bókhaldi ríkisins verði þannig að unnt sé að meta framkvæmd rammasamninganna.

Lesa meira
demo2

Áhugaverð ráðstefna „Fagmennska í innkaupum – agi skilar árangri“ - 10.10.2011

Fókus ráðstefnunnar verður á fagmennsku í vinnubrögðum við innkaup og velt verður upp spurningum um aðferðarfræði, staðla, framtíðarsýn og þróun innkaupamála á Íslandi.  Vaxandi kröfur birgja um gagnsæ stöðluð ferli við innkaup, kröfur fjárfesta og kauphalla um bestu mögulega nýtingu fjármuna og síðast en ekki síst að til skuldbindinga sé stofnað með siðlegum hætti.  Þessi þróun er bæði sýnileg í breyttri fyrirtækjamenningu og skipuritum erlendra stórfyrirtækja.  Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem bera ábyrgð á innkaupum og fjármálum fyrirtækja, hvort sem er í einka- eða opinbera geiranum ásamt þeim sem áhuga hafa á fagmennsku í innkaupum.

Lesa meira
InspiredbyIceland

Markaðssetning á verkefninu "Ísland-allt árið" boðin út - 27.9.2011

Verkefnið felur meðal annars í sér birtingar og almannatengsl á erlendum mörkuðum, hönnun og framleiðslu markaðsefnis, samfélagsmiðla og vefsíðu www.inspiredbyiceland.com.

Lesa meira
Rammafroskur_karfa

Nýir rammasamningar - haust 2011 - 8.9.2011

Haustið er tími rammasamninga. Nú þegar fólk streymir aftur til vinnu og í skóla, endurnært eftir sumarfríin er ekki úr vegi að skoða hvað hefur gerst í innkaupamálunum og það sem er á döfinni.

Lesa meira
innkaup_eru_fag

Skrifstofan og skólinn - 6.9.2011

Fræðsluröð haustsins hefst með "Skrifstofan og skólinn" þann 15. september á Grand hótel. Kynntir verða rammasamningar um prentþjónustu og prentlausnir auk samninga um ýmsa rekstrarvöru, húsgögn og skrifstofubúnað.

Lesa meira
LSH_Prent

Sala notaðra muna - 25.8.2011

Ríkiskaup annast sölu á búnaði fyrir Landspítalann. Til sölu eru fjölmargir prentarar, ljósritunarvélar og annar prentbúnaður í eigu Landspítalans. Óskað er eftir tilboðum í allan búnaðinn. Til greina kemur að skoða tilboð í smærri einingar en
sala á einstökum hlutum er ekki í boði.

Lesa meira
Rammasamningur_Eldsneyti2011

Samið um eldsneytiskaup ríkisins - 27.7.2011

Nýr rammasamningur um kaup ríkisins á eldsneyti fyrir ökutæki og vélar tók gildi 25. júlí 2011. Að undangengnu útboði í umsjá Ríkiskaupa var samið var við fjóra aðila þ.e. Atlantsolíu, N1, Olíuverslun Íslands og Skeljung.  Einnig var samið um afsláttarkjör á smurolíu við N1, Olís og Skeljung. Veltan í undangengnum samningum hefur verið um og yfir milljarð á tveggja ára tímabili.

Lesa meira
Austurhofn

15080 - Hótel við Austurhöfn - Fyrirspurnir og svör komin á vefinn - 13.7.2011

15080 – HOTEL AT AUSTURHÖFN – Ríkiskaup fyrir hönd Situs ehf óskar eftir tilboðum í byggingareit nr. 5 við Austurhöfn í Reykjavík sem ætlað er fyrir hótel. Fyrirspurnir og svör (Questions & answers published on the web only) eru komnar inn á vefinn og má nálgast þær hér á þessari slóð. http://www.rikiskaup.is/til-solu/fasteignir/usal/15080

Lesa meira

Kynningarfundur - Fyrirhugað útboð á vökva- og sprautudælum ásamt rekstrarvöru fyrir Landspítalann - 24.6.2011

Nk. þriðjudag kl. 13:00 verður haldinn kynningarfundur fyrir áhugasama þátttakendur í þessu fyrirhugaða útboði. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ríkiskaupa, Borgartúni 7c.

15003_Flugsaeti_Mynd_undirritun

Tímamótasamningur um flugsæti til og frá Íslandi - 16.6.2011

Ríkiskaup, fyrir hönd Fjármálaráðuneytis og aðila að rammasamningakerfi ríkisins, hafa gert rammasamning um millilandaflugfargjöld. Samið var við Iceland express og Icelandair. Rammasamningurinn er liður í því að draga úr ferðakostnaði en áður hefur verið unnið í því að fækka ferðum og breyta fyrirkomulagi ferða á vegum ráðuneyta og ríkisstofnana. Samningurinn sem nær til fimm áfangastaða þ.e. Kaupmannahafnar, London og Brussel, Boston og New York, tryggir ríkisstarfsmönnum hagstæð kjör á flugsætum til og frá landinu, óháð ferðatíma.

Lesa meira
bygging

Viðhald á fasteignum ríkisins um allt land boðið út - 9.6.2011

Tækifæri fyrir verktaka að komast í rammasamning ríkisins um viðhaldsþjónustu fasteigna

Nýtt rammasamningsútboð á þjónustu verktaka í iðnaði nær til viðhaldsverkefna á fasteignum ríkisins um allt land. Útboðið tekur til fjölda iðngreina / þjónustuaðila s.s. blikksmiða og annarra málmiðnaðarmanna, málara, múrara, pípulagningamanna, rafiðnaðarmanna og trésmiða auk dúkara og skrúðgarðyrkjumanna.

Lesa meira
Rammafroskur_karfa

Enn meira úrval af vöru  og þjónustu í rammasamningum ríkisins - 11.5.2011

Mikil gróska er rammasamningsflórunni nú á vordögum. Má þar nefna rammasamning um rekstrarráðgjöf sem nú var boðinn út í annað sinn, nýjan rammasamning um umhverfis-, skipulags- og byggingamál, endurnýjun á rammasamningum um bílaleiguþjónustu, gistingu og veitingar, auk matvælasamnings um ferskt og frosið kjöt og fisk. Þá hefur nú tekið gildi nýr rammasamningur um grafíska hönnun sem er mikilvæg viðbót við rammasaminga um prentþjónustu og ráðgjöf í upplýsingatækni sem nú er í endurútboði þar sem m.a. má finna þjónustuflokka eins og vefsíðugerð ofl.

Lesa meira
green-vehicle

Kaup eða leiga bifreiða á rekstrarleigukjörum fyrir stofnanir og ríkisfyrirtæki - 2.3.2011

Tekið hefur verið tilboðum í Bifreiðaútboði ríkisins 2011. Áætlað er að um 100 bifreiðar verði keyptar, eða leigðar á rekstrarleigu, fyrir stofnanir og ríkisfyrirtæki á árinu. Markmiðið með útboðinu var m.a. að bjóða upp á fjölbreytt úrval bifreiða og að velja bifreiðar í hverjum flokki sem hafa lægsta koltvísýringsútblástur. Tilboð voru metin á verði og útblæstri CO2 og einnig var valkostum varðandi samsetningu búnaðar bifreiða fjölgað. Krafan um vistvænni/umhverfisvænni bifreiðar hefur aukist til muna og verður áherslan sífellt meiri frá ári til árs.  Þeim tilmælum er beint til væntanlegra kaupenda að horfa, eins og kostur er, til þess hver CO2 tala viðkomandi bifreiðar er og taka virkan þátt í að ná niður koltvísýringsútblæstri út í andrúmsloftið.

Lesa meira
EXPO2010

Ríkiskaup selja búnað frá EXPO 2010 - 18.2.2011

Ríkiskaup fyrir hönd Utanríkisráðuneytisins óska eftir tilboðum í búnað sem notaður var í Expo skála Íslands frá 1. maí til 31. október 2010 í Shanghai í Kína. Búnaðurinn var keyptur á tímabilinu frá desember 2009 til 1. maí 2010. Um er að ræða skjávarpa, skjái, magnara, hljóðstýringu, hátalara og LED ljós

Lesa meira
raesting2

Hreinlætispappír og efni - Nýr rammasamningur - 2.2.2011

Heildarvelta fyrri samnings vegna hreinlætisefna og áhalda fyrir árið 2009 nam um 160 milljónum króna og fyrir hreinlætispappír um 140 milljónum króna. Samið var við Olís, Rekstrarvörur, Servida og Tandur í í báðum flokkum og að auki við John Lindsay og Papco um hreinlætispappír eingöngu.

Lesa meira
Dagskra2_timasett

Ráðstefna Ríkiskaupa - Rekstur bifreiða og fasteigna - 1.2.2011

Ríkiskaup kynna rammasamninga um kaup ríkisins á vöru og þjónustu. Niðurskurður í ríkisútgjöldum er boðorð dagsins en hvað geta stofnanir lagt til málanna í daglegum rekstri? Með samstilltu átaki getum við náð betri nýtingu á skattfé sem þýðir minni niðurskurður. Kynningarfundur - Rekstur bifreiða og fasteigna Grand hótel Þriðjudaginn 15. febrúar Kl. 09.30 - 13.00

Lesa meira

Kynningarauglýsing 2011 - Fyrirhuguð útboð á árinu - 24.1.2011

Ríkiskaup kynna fyrirhuguð útboð á árinu 2011. Tilgangurinn með kynningarauglýsingu er m.a. að kynna áhugasömum birgjum og kaupendum þessi áform með góðum fyrirvara. Samningarnir eru almennt við helstu seljendur á viðkomandi markaði en allir áhugasamir birgjar eru hvattir til að kynna sér samningana og útboðin.

Lesa meira
Ríkiskaup Borgartúni

Sérfræðingar í umhverfis- skipulags- og byggingamálum - Nýr rammasamningur - 24.1.2011

Undirritaður hefur verið nýr rammasamningur um sérfræðiþjónustu í umhverfis, skipulags og byggingamálum samkvæmt 5 undirflokkum: Skipulagsáætlanir, byggingarmál, umferða- og gatnamál, umhverfismál og veitur

Lesa meira