Fréttalisti

Fréttalisti

Eimskip_flytjandi

Vöruflutningar innanlands - Nýr rammasamningur - 3.12.2010

Undirritaður hefur verið rammasamningur við Eimskip um vöruflutninga innanlands.Óskað var eftir tilboðum í alhliða og reglubundna flutningaþjónustu um allt land. Samningurinn er gerður til tveggja ára með heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn. Umfang flutninga fyrir kaupendur innan þessa rammasamnings er áætlað vera að verðmæti um 35 millj.kr. á ári.

Lesa meira
oryggisgaesla1

Öryggisþjónusta - nýr rammasamningur - 29.11.2010

Vaxandi eftirspurn er eftir öryggisgæslu er meðal ríkisstofnanna og fyrirtækja hér á landi og mikilvægt er að þessi málaflokkur sé á höndum fagfólks. Áætluð kaup ríkisins á þjónustu í málaflokknum er um 250 milljónir á ári. Ríkiskaup buðu út nýverið kaup á öryggisþjónustu fyrir hönd allra aðila að rammasamningskerfi Ríkiskaupa. Samið er við átta þjónustufyrirtæki og tekur samningurinn gildi 1. desember 2010. Fyrirtækin sem samið er við að þessu sinni eru; Eldvarnir Grindavíkur efh., Eldvörn ehf., Nortek ehf., Ólafur Gíslason & Co hf., Securitas hf., Skaftfell ehf., Öryggisfélagið ehf. og Öryggismiðstöð Íslands.

Lesa meira
Rammafroskur_World

Sjö ný íslensk umhverfisskilyrði fyrir útboð - 11.11.2010

Opinberir aðilar er  stór og mikilvægur kaupendahópur og áhrifamáttur þeirra mikill. Með því að setja skýrar kröfur um umhverfissjónarmið í opinberum innkaupum gefst tækifæri til að hvetja til nýsköpunar og virkrar samkeppni um vistvænar vörur og þjónustu á markaðinum.

Lesa meira
UT_21092010_Dagskra

Nýir UT samningar kynntir 21. september - 14.9.2010

Ríkiskaup kynna nýja samninga í upplýsingatækni; rammasamning um hýsingu og rekstur tölvukerfa og um rekstrarvöru s.s. tóner ofl. á Grand hóteli, þriðjudaginn 21. september kl. 11.00 - 13.00. Kaupendur eru hvattir til að mæta og kynna sér þessa nýju samninga.

Lesa meira

Þjónusta sérfræðinga í umhverfis, skipulags og byggingamálum - 14.9.2010

Ríkiskaup bjóða út nýjan rammasamning um þjónustu sérfræðinga í umhverfis, skipulags og byggingamálum.

Lesa meira

Laus störf hjá Ríkiskaupum - 6.9.2010

Ríkiskaup auglýsa eftir sérfræðingi á Viðskipta- og þróunarsvið ásamt verkefnasstjóra á Ráðgjafarsvið. Umsóknarfrestur er til 20. september nk. Lesa meira

Samið um frumhönnun og gerð alútboðsgagna vegna byggingar nýs Landspítala - 27.8.2010

Gengið hefur verið frá samningi um frumhönnun og gerð alútboðsgagna milli SPITAL hópsins, sem bar sigur úr bítum í sumar í hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala, og hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf., sem stofnað var í vor til að standa að undirbúningi og útboði á byggingu nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Lesa meira

Nýr rammasamningur um viðhaldsþjónustu - 25.8.2010

Nýr rammasamningur um viðhaldsþjónustu tekur gildi 1. september 2010 og gildir til eins árs með möguleika á að framlengja tvisvar sinnum til eins árs í senn. Samið var um þjónustu í eftirfarandi iðngreinum: Blikksmiðir - Málarar - Málmiðnaðaramenn (aðrir en blikksmiðir) -Múrarar - Pípulagningamenn - Rafiðnaðarmenn - Trésmiðir og Aðalverktaka Lesa meira

Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. nr. 84/2007 um opinber innkaup - 19.8.2010

Ríkiskaup, í samvinnu við fjármálaráðuneytið, boða til hádegisverðarfundar 2. september á Grand hótel þar sem Skúli Magnússon, höfundur frumvarpsins, mun kynna helstu atriði þess. Lesa meira

Hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð - 19.7.2010

Sýning á öllum samkeppnistillögum er haldin í menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð að Dalbraut 2 frá 9.-23. júlí. Hún er opin virka daga kl. 16.00 til 19.00. Lesa meira

SUMARLEYFISLOKUN RÍKISKAUPA 2010 - 12.7.2010

Ríkiskaup munu loka í vikutíma vegna sumarleyfa starfsfólks.

Lokað er frá og með fimmtudeginum 29. júlí og við opnum aftur mánudaginn 9. ágúst.

Lesa meira

Niðurstaða dómnefndar í hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð - 9.7.2010

Niðurstaða dómnefndar í hönnunarsamkeppni um Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð á Eskifirði liggur nú fyrir. Alls bárust 36 tillögur í samkeppnina og hlutu þrjár tillögur verðlaun en þær tillögur svöruðu að mati dómnefndar best þeim væntingum sem lýst er í samkeppnislýsingunni. Þá fengu sex tillögur viðurkenningu með peningaverðlaunum og þrjár fengu viðurkenningu án peningaverðlauna. Lesa meira

N1 segir upp rammasamningi um eldsneyti - 2.7.2010

N1 hf. hefur sagt upp núverandi rammasamningi um eldsneyti og olíur á ökutæki og vélar og tekur uppsögnin gildi þann 1. ágúst 2010.

Lesa meira

Afsláttur af gistingu og veitingum - 24.6.2010

Ertu með þreytta og svanga ferðalanga á þínum snærum? Kynntu þér nýjan rammasamning sem tryggir afslátt og sérkjör á gistingu og veitingum innanlands. Samningurinn kemur til móts við nýlegar breytingar á reglum fjármálaráðuneytisins um greiðslur á ferðakostnaði innanlands.

Lesa meira

Viðurkenning veitt í ritgerðasamkeppni Ríkiskaupa - 18.6.2010

Nína Björk Geirsdóttir hlaut viðurkenninguna fyrir ritgerð sína "Mismunandi aðferðir við opinber innkaup samkvæmt V. kafla laga nr. 84/2007 um opinber innkaup". Lesa meira

Nýtt fræðslurit Ríkiskaupa - 25.5.2010

Ríkiskaup hafa gefið út nýtt fræðslurit með leiðbeiningum um verðfyrirspurnir Lesa meira

Ný rammasamningsútboð hjá Ríkiskaupum - 25.5.2010

Fjögur almenn rammasamningsútboð eru í auglýsingu á vef Ríkiskaupa. Um er að ræða UT hýsingu, UT rekstrarvörur, þjónustu verktaka í iðnaði og almenna lögfræðiráðgjöf Lesa meira

Ríkiskaup bjóða út kaup á innrennslislyfjum fyrir um 100 milljónir króna á ári - 6.5.2010

Ellefu stærstu heilbrigðisstofnanir landsins áætla að kaupa innrennslislyf fyrir um 100 milljónir króna árlega. Ríkiskaup bjóða kaupin út fyrir hönd heilbrigðisstofnananna. Lesa meira

Nýtt eyðublað til notkunar við formlegar verðfyrirspurnir - 27.4.2010

Ríkisendurskoðun og Ríkiskaup kynna nýtt eyðublað fyrir verðfyrirspurnir til seljenda fyrir kaup undir viðmiðunarmörkum. Lesa meira

Niðurstaða hönnunarsamkeppni um Framhaldsskólann í Mosfellsbæ - 20.4.2010

Síðastliðinn föstudag fór fram verðlaunaafhending í Hönnunarsamkeppni um Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.

Lesa meira
Kronur

Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa hafa verið uppfærðar - 22.3.2010

Viðmiðunarfjárhæðir vegna úboðsskyldra innkaupa innanlands og opinberra innkaupa á EES hafa verið uppfærðar á vef Ríkiskaupa skv. auglýsingu frá fjármálaráðuneytinu.

Lesa meira
AKarlsson

Tilkynning frá Ríkiskaupum vegna gjaldþrots A. Karlssonar - 22.3.2010

Vegna gjaldþrots A. Karlssonar munu nokkrir rammasamningar Ríkiskaupa taka breytingum. Lesa meira
Fradslurit_Rikiskaupa_Innkaupakort

Fræðslurit Ríkiskaupa - 8.3.2010

Fræðslurit Ríkiskaupa um innkaupakortið gefur kaupendum hagnýtar upplýsingar um notkun kortanna, s.s. tryggingaskilmála vegna ferðalaga. Lesa meira
frimann_vitameira

Nýir rammasamningar - 8.3.2010

Rammasamningar sem tekið hafa gildi fá áramótum eru: Rekstrarráðgjöf, ljósritunarvélar og prentþjónusta og ljósritunarpappír. Kaupendur get kynnt sér innihald samninga á rammavefnum. Lesa meira
haskolasjukrahus2

Nýr Landspítali við Hringbraut - frestun á afhendingu gagna - 3.3.2010

Afhending samkeppnisgagna vegna lokaðrar hönnunarsamkeppni nr. 14854 um nýjan Landspítala við Hringbraut er frestað um eina viku eða til 12. mars nk.

Lesa meira

UT_Fjarskipti

Kaupendafundur um fjarskipta- og tölvusamningana - 26.2.2010

Ríkiskaup bjóða til kaupendafundar á Grand hótel, þriðjudaginn 9. mars kl. 10.30. Þar gefst tækifæri fyrir lykilkaupendur og aðra áhugasama að koma og skoða stöðuna á fjarskipta- og tölvusamningunum og móta með okkur næsta útboð um leið og þeir kynna sér nýja samninga um ljósritunarpappír og ljósritunarvélar og prentlausnir.

Lesa meira

rikisendurskodun

Ríkisendurskoðun gefur út áfangaskýrslur um stöðu opinberra innkaupa - 25.2.2010

Ríkisendurskoðun bendir á leiðir til að auka hagkvæmni innkaupa hjá ríkinu

Lesa meira

vistvanradstefna_5_mars

Vistvæn innkaup - Ráðstefna á Grand hótel 5. mars nk. - 25.2.2010

Ríkiskaup vekja athygli á ráðstefnu um vistvæn innkaup sem umhverfisráðuneytið og fjármálaráðuneytið standa fyrir á Grand hótel 5. mars nk. Ráðstefnan hefst kl. 8:00.   Lesa meira
haskolasjukrahus2

LSH velur 5 teymi til þátttöku í samkeppni um nýtt háskólasjúkrahús. - 22.2.2010

Alls bárust sjö umsóknir um þátttöku í forvali hönnunarsamkeppninnar og uppfylltu sex teymi tilskyldar hæfniskröfur. Fimm stigahæstu teymunum verður nú boðið að taka þátt í hönnunarsamkeppninni. Lesa meira
forval_LSH

Tilboð opnuð í forvali fyrir samkeppni um hönnun á nýjum Landspítala við Hringbraut - 16.2.2010

Tilboðin voru opnuð í húsnæði Ríkiskaupa að viðstöddum þátttakendum í forvalinu sem komu frá öllum helstu verkfræðiskrifstofum landsins. Lesa meira
Handaband

Rammasamningsútboð Ríkiskaupa 2010 - Kynningarauglýsing - 20.1.2010

Ríkiskaup kynna fyrirhuguð rammasamningsútboð á árinu 2010 Lesa meira
Rammafroskur_Chef

Eldhúsdagur Ríkiskaupa 22. janúar nk. - 15.1.2010

Kynntir verða nýir rammasamningar um fersk og frosin matvæli, nýir rammasamningar um raftæki auk eldri samninga um matvöru og borðbúnað. Lesa meira
RK_facebook

Nýtt ár og nýir siðir - 8.1.2010

Nú verður hægt að nota þennan vinsæla samskiptavef, Facebook, til að fylgjast með fréttum og tilkynningum úr starfi Ríkiskaupa Lesa meira