Forsíðubanner

Útboðsvefur.is - Nýr vefur um útboð á vegum hins opinbera

utbodsvefurNýr vefur um útboð á vegum hins opinbera hefur verið opnaður en markmið hans er að auðvelda aðgengi áhugasamra að upplýsingum um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila, með því að birta á einum stað auglýsingar um opinber útboð. 

Á nýja vefnum, ÚTBOÐSVEFUR.IS birtast auglýsingar og tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Undir það flokkast innkaup ríkis, sveitarfélaga og veitufyrirtækja þegar fjárhæðir innkaupa eru yfir innlendum og erlendum útboðsmörkum. 

Á útboðsvefnum geta opinberir aðilar einnig auglýst innkaup undir viðmiðunarmörkum til að tryggja gegnsæi.

Auglýsingaskylda á www.utbodsvefur.is skv. 55. grein laga nr 120/2016 um opinber innkaup


  • Innkaup ríkis – auglýsingaskylda við gildistöku laganna
    Einnig heimilt að auglýsa annars staðar með áberandi hætti þannig að öll áhugasöm fyrirtæki geti tekið þátt.  Samtímis auglýsingu má hafa samband við seljendur og hvetja þá til að taka þátt.
  • Innkaup sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila á þeirra vegum yfir við­miðunarfjárhæðum skv. 1. mgr. 23. gr. skal auglýsa opinberlega í samræmi við ákvæði 55. gr. frá 1. janúar 2017.
    • verksamninga yfir 49 milljónum án vsk.
    • vörusamninga yfir 15,5 milljónum án vsk.
    • þjónustu (aðra en félagsþjónustu) yfir 15,5 milljónum án vsk

Þá er einnig vert að minna á útboðsskyldu ríkisins og annarra opinberra aðila á samningum um félagsþjónustu og sértækum samningum skv. VIII. kafla laga um opinber innkaup en viðmiðunarmörkin þar eru 115.620.000 kr.

Aðgangur fyrir opinbera aðila að útboðsauglýsingavefnum utbodsvefur.is

Vinsamlegast sendið tölvupóst á rikiskaup@rikiskaup.is ef ykkur vantar aðgang að útboðsauglýsingavefnum.

Aðgangur til að skrá útboð opinberra aðila er þeim að kostnaðarlausu.